Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997

Fimmtudaginn 19. desember 1996, kl. 22:05:24 (2524)

1996-12-19 22:05:24# 121. lþ. 51.5 fundur 119. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997# (breyting ýmissa laga) frv. 140/1996, RG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur

[22:05]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Við jafnaðarmenn höfum miklar áhyggjur af þeirri ákvörðun félmrh. að flytja starfsmenntun í atvinnulífi undir Atvinnuleysistryggingasjóð og erum þeim flutningi andvíg. Lög um starfsmenntun í atvinnulífinu sem sett voru fyrir um það bil fimm árum voru tímamótalöggjöf. Starfsmenntasjóður hefur veitt mörg þúsund manns stuðning við endurmenntun og hefur mikla þýðingu fyrir launafólk.

Við óttumst að sú grundvallarbreyting að flytja starfsmenntun í atvinnulífi undir Atvinnuleysistryggingasjóð eigi eftir að hafa örlagaríkar afleiðingar.

Virðulegi forseti. Vegna þess hvernig þessi tillaga er orðuð veljum við að sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu sem við ella hefðum greitt atkvæði gegn.