Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997

Fimmtudaginn 19. desember 1996, kl. 22:06:36 (2526)

1996-12-19 22:06:36# 121. lþ. 51.5 fundur 119. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997# (breyting ýmissa laga) frv. 140/1996, SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur

[22:06]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Þetta frv. í heild er í raun og veru botnlaus subbuskapur á öllum sviðum. Hér áðan var samþykktur fallskattur. Nýlega hefur verið samþykkt veruleg skerðing á framlögum til Framkvæmdasjóðs fatlaðra og hér er gert ráð fyrir því að létta starfsmenntakostnaði öllum af ríkissjóði og flytja hann yfir á Atvinnuleysistryggingasjóð. Það er yfirgengilegt að standa svona að málum og sýnir virðingarleysi ríkisstjórnarinnar við starfsmenntun að svona skuli að hlutunum staðið. Svona vinnubrögðum á að hafna. En með hliðsjón af því hvernig málið er sett upp sitjum við hjá við atkvæðagreiðslu um þessa tillögu.