Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997

Fimmtudaginn 19. desember 1996, kl. 22:14:56 (2530)

1996-12-19 22:14:56# 121. lþ. 51.5 fundur 119. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997# (breyting ýmissa laga) frv. 140/1996, ÖS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur

[22:14]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Þessi grein er mjög sérkennileg vegna þess að hún selur ráðherra í hendur gríðarlegt vald. Hann getur að þessari grein samþykktri ákveðið að eigin höfði sameiningu sjúkrastofnana sem eru reknar af ríkinu án þess að þurfa að bera það undir Alþingi og hann getur nánast breytt starfsumhverfi heilbrigðisstofnana sem eru reknar af ríkinu eins og honum einum sýnist. Þess vegna get ég ekki sagt annað en að þetta er brot á öllum grunnreglum lýðræðisins og ég greiði atkvæði gegn þessu ákvæði.