Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997

Fimmtudaginn 19. desember 1996, kl. 22:17:24 (2533)

1996-12-19 22:17:24# 121. lþ. 51.5 fundur 119. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997# (breyting ýmissa laga) frv. 140/1996, SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur

[22:17]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Síðari málsliður þessarar greinar hljóðar svo:

,,Hann [heilbrrh.] getur jafnframt ákveðið sameiningu sjúkrastofnana sem reknar eru af ríkinu með reglugerð að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.``

Með öðrum orðum getur heilbrrh. ákveðið að sameina öll sjúkrahús í landinu ef henni sýnist svo með einni reglugerð, nú eða sjúkrahúsin í Reykjavík t.d. með einni reglugerð. Hér er auðvitað um óvenjulega ruddalega tilraun til lagasetningar að ræða og það væri skynsamlegt að hugleiða hvort ekki þarf að setja í stjórnarskrá ákvæði til að koma í veg fyrir vinnubrögð af þessum toga. Ég er undrandi á því að þingmenn stjórnarflokkanna skuli láta ríkisstjórnina gera svo lítið úr sér að fallast á yfirgengilega tillögu af þessu tagi.