Lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins

Fimmtudaginn 19. desember 1996, kl. 23:54:35 (2540)

1996-12-19 23:54:35# 121. lþ. 52.4 fundur 180. mál: #A lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins# (nýtt réttindakerfi) frv. 141/1996, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur

[23:54]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. spurði mig hvort leitað hefði verið ráða hjá mér. Svo var ekki gert. Nú er ég tiltölulegur nýgræðingur í pólitík þannig að ég þekki ekki alveg þá refilstigu sem þar eru en ég hygg að það hafi þótt pólitískt óþægilegt að hafa mig með í ráðum. Það má vel vera að menn séu að leika einhverja pólitíska leiki hér sem ég ekki skil og séu að ná fram einhverjum pólitískum markmiðum sem ég ekki skil og þá virði ég það og lýsi því yfir að ég skil það ekki. En það var ekki leitað eftir minni ráðgjöf í þessu máli. Þetta var rætt mjög ítarlega í þingflokki Sjálfstfl. og ég tjáði að sjálfsögðu mínar efasemdir og mína gagnrýni, menn hlustuðu á það og þetta var mikið rætt, en niðurstaðan er sem sagt hér komin á borð. Ég er andvígur henni af þeim ástæðum sem ég nefndi. En til að svara stutt þeirri spurningu hvort ég hafi verið hafður með í ráðum. Nei.