1996-12-20 02:11:04# 121. lþ. 52.4 fundur 180. mál: #A lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins# (nýtt réttindakerfi) frv. 141/1996, SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur

[26:11]

Svavar Gestsson (andsvar):

Í þessu frv., hæstv. forseti, felast engar viðbótarbyrðar. Það er að vísu gert ráð fyrir því að menn greiði aðeins meira í sjóðinn en verið hefur. Svo verð ég að segja hv. þm. það að ég hef reynslu af því að ala upp börn, kosta á þau föt og mat og taka þátt í því að lifa í stórri fjölskyldu og hef örugglega reynslu í þeim efnum á við hvern annan í þessum sal.