1996-12-20 02:15:33# 121. lþ. 52.4 fundur 180. mál: #A lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins# (nýtt réttindakerfi) frv. 141/1996, SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur

[26:15]

Svavar Gestsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér á við að segja: Takið hinni postullegu kveðju. Gæti ég þar með látið það verða endi minnar ræðu. Ég er eiginlega sammála öllum þeim ábendingum og áherslum sem hv. þm. hefur sett fram. Ég held hins vegar að það versta fyrir þjóðfélagið, fyrir ríkið, opinbera starfsmenn og fyrir launafólk á Íslandi hefði verið það ef menn hefðu ekki þorað að stíga það skref sem menn eru að reyna að stíga þó vissulega geti það haft í för með sér ákveðin vandamál, flækjur og ný verkefni. En það er nú þannig að við komumst ekki í gegnum lífið öðruvísi en að taka stundum á hlutunum eins og hér er gert. Ég tel að hér séu ekki skýjaglópar á ferð, ég tel að þetta sé líka raunsæi, t.d. hjá hæstv. fjmrh. í þessu máli. Ég er þeirrar skoðunar.