Lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins

Föstudaginn 20. desember 1996, kl. 13:40:38 (2624)

1996-12-20 13:40:38# 121. lþ. 53.1 fundur 180. mál: #A lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins# (nýtt réttindakerfi) frv. 141/1996, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur

[13:40]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Hér eru greidd atkvæði um ákvæði þar sem lögbundið er að jafnan sé leitað eftir hæstu ávöxtun sem völ er á á markaði. Ég tel rangt að lögþvinga hámarksvexti með þessum hætti. Ég tel hins vegar rétt að sjóðstjórn gæti þess jafnan að leita eftir ávöxtun fjármuna sjóðsins á ábyrgan hátt. Ég get því ekki stutt þessa brtt.