Lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins

Föstudaginn 20. desember 1996, kl. 13:43:09 (2625)

1996-12-20 13:43:09# 121. lþ. 53.1 fundur 180. mál: #A lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins# (nýtt réttindakerfi) frv. 141/1996, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur

[13:43]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Þessi 1. liður í brtt. minni er lykilatriði í allri tillögunni. Hér er lagt til að reikna skuli breytilegt iðgjald í B-deildinni eins og gert er í A-deild. Hugsunin er sú að horfast í augu við veruleikann og færa skuldir ríkissjóðs og annarra launagreiðenda eins og hæstv. fjmrh. sagði vera markmið sem að baki lægi samningsins milli hans og opinberra starfsmanna.

Öll brtt. í heild sinni stendur og fellur með þessum 1. lið og ég bið menn að athuga það.