
Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson):
Virðulegi forseti. Á næstu árum verða gerðar breytingar á framsetningu fjárlaga ef samþykkt verður fjárreiðufrv. það sem liggur fyrir Alþingi. Þá verða fjárlög sett fram á rekstrargrunni eins og ríkisreikningur. Það er eðlilegt frá mínum bæjardyrum séð að þá verði það skoðað rækilega hvernig ríkið og aðrir launagreiðendur ætla að standa skil á skuldbindingum sínum og greiðslum til B-deildar sjóðsins eins og m.a. er bent á í þessari brtt. Þangað til tel ég eðlilegt að óbreyttur háttur verði hafður á að öðru leyti en því að opnaður verði möguleiki í lögunum um sjóðinn til þess að inngreiðslur geti átt sér stað í formi skuldabréfs, t.d. vegna áfallinna skuldbindinga. Ég vænti þess að hv. nefnd eða meiri hluti hennar skoði það og slíkar breytingar við 3. umr. málsins.