Lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins

Föstudaginn 20. desember 1996, kl. 13:46:53 (2628)

1996-12-20 13:46:53# 121. lþ. 53.1 fundur 180. mál: #A lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins# (nýtt réttindakerfi) frv. 141/1996, PHB (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur

[13:46]

Pétur H. Blöndal (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þar sem 1. liður í minni brtt. hefur verið felldur leyfi ég mér að draga til baka aðra liði í þeirri tillögu, þ.e. tillöguna alla, en vil minna á að við erum hér að taka á okkur geysilega skuldbindingu sem er þegar orðin feiknalega mikil og fer vaxandi með því frv. sem hér liggur fyrir. Þetta er eins og keðjubréf. Það gengur vel til að byrja með, en síðan lenda skuldbindingarnar á þjóðinni með sívaxandi þunga. Þetta frv. sem liggur fyrir tekur ekki á þeim vanda. Þetta frv., eins og kom fram í umræðunni, mun hugsanlega hafa áhrif til hækkunar á allt lífeyriskerfi þjóðarinnar og menn eiga von á því. Það mun auka álögur á hinn vinnandi mann í þeim mæli að ég tel vera hættulegt. Það mun auk þess hafa áhrif á kjarasamninga sem í hönd fara og valda miklum óróa þar eins og kom fram í viðræðum og ummælum þeirra aðila sem sóttu heim hv. efh.- og viðskn.

Ég vona að þær viðvaranir sem ég hef haft uppi varðandi samþykkt frv. séu ekki réttar og að þingheimur hafi rétt fyrir sér.