Málefni fatlaðra

Föstudaginn 20. desember 1996, kl. 14:04:20 (2629)

1996-12-20 14:04:20# 121. lþ. 53.5 fundur 228. mál: #A málefni fatlaðra# (yfirtaka sveitarfélaga o.fl.) frv. 161/1996, SJóh (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur

[14:04]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Margir, m.a. nokkrir þeir sem komu á fund félmn., hafa lýst áhyggjum yfir að við flutning málefna fatlaðra yfir til sveitarfélaganna kunni þjónustan að verða misjöfn að gæðum og hætta á að mál ákveðinna einstaklinga lendi milli stafs og hurðar. Í trausti þess að það ákvæði sem bætist við til bráðabirgða um réttindagæslu fatlaðra tryggi jafnstöðu ætla ég að greiða þessu ákvæði til bráðabirgða atkvæði.