Fjárlög 1997

Föstudaginn 20. desember 1996, kl. 17:47:58 (2656)

1996-12-20 17:47:58# 121. lþ. 53.11 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., Frsm. meiri hluta JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur

[17:47]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. 8. þm. Reykv. beindi til mín einni spurningu um hvaða skýrslur frá umhvrn. hefðu legið til grundvallar beiðni um 75 millj. kr. í landgræðsluátak, sem alls er 450 millj. Beiðnin sem er dagsett 18. desember barst þá til fjárln. og í henni er gert grein fyrir í hvað á að verja þessum peningum. Í henni segir m.a. að ætlunin sé að skipa verkefnisstjórn og sú verkefnisstjórn eigi m.a. að sjá um útreikninga á bindingu koltvíoxíðs vegna aðgerða í landgræðslu og skógrækt og skila framvinduskýrslu árlega meðan verkefni stendur yfir o.s.frv.

Skýrslur hafa ekki borist til fjárln. frá umhvrn. um þetta mál. Sú beiðni sem kom til fjárln. um framlögin er frá landbrh. en hún samanstendur af áformum um verkefni og hvernig því verkefni sé valin stjórn og sagt í stærstu atriðum hvað sú verkefnisstjórn á að gera.