Fjárlög 1997

Föstudaginn 20. desember 1996, kl. 19:01:40 (2668)

1996-12-20 19:01:40# 121. lþ. 53.11 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur

[19:01]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti hefur verið spurður nokkuð um framhald þingstarfa á næstunni. Með hliðsjón af því hverjir tveir eru eftir á mælendaskrá, sem báðir eru stuttorðir og gagnorðir þingmenn, þá reiknar forseti með að fyrir verði tekið að lokinni umræðunni um fjárlög svokallaðir síldarsamningar og atkvæðagreiðslur gætu hugsanlega orðið um klukkan hálfníu í kvöld. Að þeim loknum yrði settur nýr fundur.