Samningar um veiðar á norsk-íslenska síldarstofninum 1997

Föstudaginn 20. desember 1996, kl. 19:43:51 (2674)

1996-12-20 19:43:51# 121. lþ. 53.10 fundur 248. mál: #A samningar um veiðar á norsk-íslenska síldarstofninum 1997# þál., Frsm. meiri hluta GHH
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur

[19:43]

Frsm. meiri hluta utanrmn. (Geir H. Haarde):

Herra forseti. Utanrmn. hefur fjallað um samninga um veiðar á norsk-íslenska síldarstofninum 1997. Nefndin ákvað að óska umsagnar hv. sjútvn. um málið. Umsögn sjútvn. fylgir með sem fylgiskjal við nál. meiri hluta nefndarinnar og reyndar einnig álit minni hlutans.

Meiri hlutinn leggur til að tillagan verði samþykkt. Ég ætla ekki að fjölyrða um rökin fyrir þeirri tillögu meiri hlutans. Þau komu fram við fyrri umræðu málsins. Við teljum brýnt að ljúka þessu máli nú fyrir jólin. Það er ánægjuefni að þó menn greini á um eitt og annað í sambandi við þetta mál leggst minni hlutinn í utanrmn. og minni hlutinn í sjútvn. ekki gegn því að málið verði afgreitt og staðfest með þeim hætti sem við í meiri hlutanum leggjum til. Við leggjum til að tillagan verði samþykkt, þ.e. að ríkisstjórnin fái heimild Alþingis til að staðfesta þessa samninga. Ég vísa að öðru leyti til nál. á þskj. 458.