Löggildingarstofa

Föstudaginn 20. desember 1996, kl. 22:38:16 (2699)

1996-12-20 22:38:16# 121. lþ. 54.7 fundur 74. mál: #A Löggildingarstofa# frv. 155/1996, iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur

[22:38]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt hjá hv. þm. að um næstu áramót lýkur launalausu leyfi Björns Friðfinnssonar frá starfi ráðuneytisstjóra í viðskrn. og starfandi ráðuneytisstjóra í iðnrn. Ég hef verið og tel mig vera í samningaviðræðum við Björn um það hvernig störfum hans verði háttað þegar hann kemur úr þessu fríi sem hann hefur haft. Um það hef ég ritað honum bréf. Hann hefur rétt til 23. desember til þess að gera athugasemdir við það sem er í bréfinu. Á þessu stigi máls hyggst ég ekki upplýsa hvað þar er um að ræða þar sem ég vil gefa manninum tækifæri til þess að gera athugasemdir.