Frestun á fundum Alþingis

Föstudaginn 20. desember 1996, kl. 22:48:19 (2706)

1996-12-20 22:48:19# 121. lþ. 54.9 fundur 261. mál: #A frestun á fundum Alþingis# þál., forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur

[22:48]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Ég vissi ekki annað en menn hefðu vitað um þessa hugmynd sem hefur verið í gangi. Það var að vísu talað um 27. jan. í þeim samtölum en þá miðuðu menn við að þingmenn eða þingið kæmi saman á mánudegi. Það þótti heppilegra fyrir þingmenn, til að mynda utan af landi, að þingið kæmi saman þá degi síðar eða 28. Fyrstu vinnuvikuna á hinu nýja ári ber þannig að að hún er afar stutt. Þannig stendur á hjá almanakinu og við breytum því ekki í þinginu þó valdamikir séum þannig að það þykir henta og vera til farsældar fyrir störf þingsins að ríkisstjórnin fái aðeins rýmri tíma til að undirbúa mál sín fyrir þingið í janúar og ég vissi ekki annað en að sátt væri í því máli.

Hins vegar, ef fyrir því er ríkur vilji í þinginu að halda sig við skemmri tíma, þá mun ríkisstjórnin ekki leggjast gegn því.