1996-12-20 22:58:07# 121. lþ. 54.2 fundur 251. mál: #A sérákvæði í nokkrum lögum er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heilsugæslulæknar, prófessorar o.fl.) frv. 150/1996, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur

[22:58]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Hér er verið að færa heilsugæslulækna og prófessora undir Kjaradóm. Ég tel að almennt eigi launafólk að semja um kaup og kjör og er andvígur þeirri tilhneigingu hjá ríkisvaldinu að kaupa starfshópa undan samnings- og verkfallsrétti. Í umsögn með frv. er skírskotað til sérstöðu háskólaprófessora en ég fæ ekki séð hvað fær komið í veg fyrir að þeir semji um kaup og kjör eins og annað launafólk. Reyndar á það einnig við um næstu grein frv., þar er verið að fjölga í þeim hópum sem eru teknir út úr stéttarfélögum og færðir undir Kjaradóm. Ég mun greiða atkvæði gegn 6. gr. og reyndar 7. gr. einnig.