Landsvirkjun

Þriðjudaginn 11. febrúar 1997, kl. 13:47:39 (3278)

1997-02-11 13:47:39# 121. lþ. 66.3 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur

[13:47]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Það hefur oft verið til álita að vísa málum til ríkisstjórnar og tillögur komið fram um það efni. Ég held að sjaldan hafi verið augljósari og brýnni ástæða til að vísa máli til ríkisstjórnar en nú, eins og þetta mál liggur fyrir þinginu.

Sú umræða sem hér fór fram um atkvæðagreiðslu segir meira en mörg orð um það efni. Ég hef fengið í hendur frá formanni þingflokks Alþb. sameiginlega bókun sem dagsett er 10. febrúar. Hún er að vísu leyndarmál sem ekki má hafa hér uppi ef ég hef skilið formann iðnn. rétt, en ég held að það væri m.a. ástæða til að fara yfir það efni áður en lengra er farið með málið, en með því að styðja þessa tillögu, að vísa málinu til ríkisstjórnar, gefst eðlilegt hlé og færi á því. Ég segi því já.