Orkusala Landsvirkjunar til stóriðju

Mánudaginn 03. mars 1997, kl. 15:10:44 (4082)

1997-03-03 15:10:44# 121. lþ. 82.1 fundur 218#B orkusala Landsvirkjunar til stóriðju# (óundirbúin fsp.), HG
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur

[15:10]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Það er nú svolítið erfitt fyrir okkur hér á Alþingi að skoða þetta orkudæmi þar sem við fáum ekki að sjá þá samninga sem haldið er leyndum varðandi raforkusölu til stórfyrirtækja. En ég ætla ekki að ræða það hér. Það sem mig undrar er að það skuli varla vera komnar fréttir um niðurstöðu í viðræðum úti í Ósló þegar menn eru farnir að hringja út og suður og leita eftir því hvort ekki sé hægt að bæta við svona 50% í stækkun á álbræðslunni uppi í Hvalfirði. Það er farið að nefna til sögunnar nýjan virkjunaraðila. --- Virðulegur forseti. Það er erfitt að halda sambandi þegar menn standa hér. Ég vildi gjarnan sjá framan í hæstv. iðnrh. Það er farið að draga nýjan aðila inn í málið sem ég hef ekki heyrt að væri tengdur þessu, þar sem er Hitaveita Suðurnesja. Hvernig er eiginlega haldið á þessum málum af ráðuneytinu og Landsvirkjun? (Forseti hringir.) Það er mér fyrirmunað að skilja. Ég mundi setjast niður yfir helgi að minnsta kosti og fara yfir dæmið áður en farið væri að fleyta svona hugmyndum. Svo er farið að nefna Bjarnarflag að auki sem ég hélt að væri nú úr sögunni af umhverfisástæðum, ég hélt að það væri samkomulag um það.