Álbræðsla á Grundartanga

Fimmtudaginn 20. mars 1997, kl. 17:52:14 (4777)

1997-03-20 17:52:14# 121. lþ. 95.1 fundur 445. mál: #A álbræðsla á Grundartanga# frv., HG (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur

[17:52]

Hjörleifur Guttormsson (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég vildi vekja athygli hæstv. forseta á því að í sambandi við þetta mál koma umhverfismál mikið til umræðu. Það var lagt ofurkapp á það af hálfu meiri hluta umhvn. að tilbúin yrði skýrsla af hálfu nefndarinnar sem var nú fyrst deilt út á þriðjudaginn var til sýnis af hálfu meiri hlutans, einmitt í tengslum við umræðu um þetta frv. Ég hafði gengið út frá því sem gefnu að hæstv. umhvrh. tæki þátt í þessari umræðu til að skýra viðhorf sín til þess þáttar málsins sem margir þingmenn, ef ekki allir sem hér hafa talað, hafa vakið athygli á að væri mjög stór þáttur og hlyti að koma til sérstakrar skoðunar. Svoleiðis að ég ætla ekki að trúa því að hæstv. umhvrh. ætli ekki að tjá sig hér um málið, bæði það sem hér hefur komið fram --- ég veit t.d. að hann sat undir ræðu sem ég flutti hér þar sem ég vék nokkrum orðum að embættisfærslu sem hæstv. ráðherra ber ábyrgð á og hafði reiknað með að við því yrði brugðist --- nú og ýmsum spurningum sem upp var velt í því samhengi. Ég vænti þess að áður en umræðunni lyki þá kæmi hæstv. umhvrh. hér í ræðustól og lýsti sínum viðhorfum, m.a. til þeirrar skýrslu og sjónarmiða sem þar koma fram, sem liggur hér fyrir á fundinum.