Staða þjóðkirkjunnar

Mánudaginn 12. maí 1997, kl. 17:04:46 (6145)

1997-05-12 17:04:46# 121. lþ. 122.1 fundur 301. mál: #A staða þjóðkirkjunnar# frv., HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur

[17:04]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Þær greinar sem hér eru greidd atkvæði um fjalla um launagreiðslur og réttarstöðu starfsmanna, þ.e. 61. gr. og 63. gr. um jarðeignir kirkna. Nú er það vel þekkt að staðarmál hafa verið nokkuð fyrirferðarmikil, voru það fyrr á öldum í kirkjunni og hart um þau deilt, og hér eru menn að ganga frá gjörningi um einhverja lausn staðarmála hinna síðari tíma. Ég hef ekki sannfæringu fyrir að menn séu að hitta hér naglann á höfuðið með því að tengja saman kjör og efnahagslega aðhlynningu að kirkjunni með því sem felst í þessum greinum og treysti mér af þeim sökum ekki til að styðja þessi ákvæði.