Fundargerð 121. þingi, 55. fundi, boðaður 1996-12-20 23:59, stóð 23:16:19 til 01:37:15 gert 21 10:57
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

55. FUNDUR

föstudaginn 20. des.,

að loknum 54. fundi.

Dagskrá:

[Fundarhlé. --- 23:17]


Afbrigði um dagskrármál.

[23:41]


Kosning tveggja dómenda og tveggja varadómenda í Kjaradóm til fjögurra ára frá 1. janúar 1997 til 31. desember 2000, skv. 1. gr. laga nr. 120 31. des. 1992, um Kjaradóm og kjaranefnd.

Fram kom einn listi sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

Aðalmenn:

Magnús Óskarsson hæstaréttarlögmaður,

Jón Sveinsson héraðsdómslögmaður.

Varamenn:

Óttar Yngvason hæstaréttarlögmaður,

Þuríður Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður.


Kosning aðalmanns í stað Baldvins Jónssonar hrl. í landskjörstjórn til fyrsta þings eftir næstu almennar alþingiskosningar, skv. 8. gr. laga nr. 80 16. október 1987, um kosningar til Alþingis.

[23:47]


Kosning aðalmanns í stað Þórunnar Sveinbjarnardóttur í útvarpsráð til fyrsta þings eftir næstu almennar alþingiskosningar, skv. 19. gr. útvarpslaga nr. 68 27. júní 1985.

[23:48]


Kosning varamanns í stað Maríönnu Traustadóttur í stjórn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands til 25. maí 1997, skv. 6. gr. laga nr. 43 26. maí 1981, um Þróunarsamvinnustofnun Íslands.

Fram kom ein tilnefning og þar sem ekki voru fleiri tilnefndir en kjósa skyldi lýsti forseti yfir að kosinn væri án atkvæðagreiðslu:

Sigfús Ólafsson.


Sérákvæði í nokkrum lögum er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, 3. umr.

Frv. meiri hluta efh.- og viðskn., 251. mál. --- Þskj. 501.

Enginn tók til máls.

[23:51]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 506).


Almannatryggingar og lyfjalög, 3. umr.

Frv. efh.- og viðskn., 250. mál (kaup á vörum og þjónustu, lyfjaverðsnefnd). --- Þskj. 412.

Enginn tók til máls.

[23:52]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 507).


Ábyrgðir vegna norrænnar fjárfestingaráætlunar fyrir Eystrasaltsríkin 1996--1999, 3. umr.

Stjfrv., 182. mál. --- Þskj. 203.

Enginn tók til máls.

[23:53]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 508).


Fjárlög 1997, frh. 3. umr.

Stjfrv., 1. mál. --- Þskj. 364, frhnál. 453 og 464, brtt. 419, 426, 427, 428, 429, 430, 444, 445, 446, 448, 449, 450, 452, 459, 463, 465, 469, 470, 471, 472, 473, 476 og 479.

[23:54]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 509).


Jólakveðjur.

[01:30]

Forseti óskaði þingmönnum og starfsliði Alþingis gleðilegra jóla og þakkaði fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Rannveig Guðmundsdóttir, 5. þm. Reykn., þakkaði fyrir hönd þingmanna og óskaði forseta gleðilegs árs.


Þingfrestun.

[01:34]

Forsætisráðherra Davíð Oddsson las forsetabréf um að þingi væri frestað til 28. janúar 1997.

Fundi slitið kl. 01:37.

---------------