Ferill 38. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 38 . mál.


38. Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um skerðingu bóta almannatrygginga.

Frá Svavari Gestssyni.



    Hvernig hefur verið hagað framkvæmd ákvæða reglugerðar heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins nr. 245/1996 frá 29. apríl sl. um breytingu á reglugerð nr. 59/1996,
         
    
    um heimilisuppbót,
         
    
    um sérstaka heimilisuppbót,
         
    
    um aðrar uppbætur en heimilisuppbót og sérstaka heimilisuppbót?
    Hversu margir hafa misst frekari uppbót skv. 1. gr. reglugerðarinnar um tekju- og eignamörk?
    Hver er „sparnaður“ Tryggingastofnunar ríkisins vegna þessara ákvæða reglugerðarinnar?
    Hversu margir hafa orðið að sæta lækkun uppbótar vegna þeirrar endurskoðunar sem fram fór á frekari uppbót þeirra sem þó halda henni áfram? Hverju nemur „sparnaðurinn“?
    Hve margir hafa notið hækkunar frekari uppbótar með tilliti til heimildar í 2. gr. sömu reglugerðar?


Skriflegt svar óskast.