Ferill 51. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 51 . mál.


51. Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um skerðingu frekari uppbótar vegna umönnunar- og lyfjakostnaðar til lífeyrisþega.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur.



    Hversu margir lífeyrisþegar hafa misst frekari uppbót sína frá Tryggingastofnun ríkisins samkvæmt skerðingarákvæðum í reglugerð sem tók gildi á þessu ári og þrengri vinnureglum:
         
    
    hæstu uppbót (140% umönnunaruppbót) og hversu há er hún í krónum talið,
         
    
    120% umönnunaruppbót,
         
    
    90% umönnunaruppbót,
         
    
    70% umönnunar- og lyfjauppbót,
         
    
    35% uppbót?
    Hversu hátt hlutfall lífeyrisþega missti frekari uppbót eða fékk hana skerta eftir að reglunum var breytt?
    Hverjar eru nú meðalmánaðargreiðslur frá Tryggingastofnun til þeirra sem misstu uppbótina:
         
    
    til örykja,
         
    
    til ellilífeyrisþega?
    Hverjar eru nú meðalmánaðargreiðslur frá Tryggingastofnun til þeirra sem uppbótin skertist hjá:
         
    
    til öryrkja,
         
    
    til ellilífeyrisþega?
    Hvernig skiptast þeir lífeyrisþegar hlutfallslega eftir aldri og kyni sem misstu frekari uppbót eða urðu fyrir skerðingu nú?


Skriflegt svar óskast.