Ferill 52. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 52 . mál.


52. Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um skerðingu bótagreiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins vegna fjármagnstekna.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur.



    Hjá hversu mörgum öryrkjum skertust greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins vegna fjármagnstekna þeirra eftir að lög um fjármagnstekjur tóku gildi 1. september sl. og hversu hátt hlutfall er það af öllum öryrkjum sem fá greidda tekjutryggingu?
    Hjá hversu mörgum ellilífeyrisþegum skertust greiðslur frá Tryggingastofnun vegna fjármagnstekna á sama tíma og hversu hátt hlutfall er það af þeim ellilífeyrisþegum sem fá greidda tekjutryggingu?
    Hver er sparnaður Tryggingastofnunar á mánuði vegna þessara aðgerða?


Skriflegt svar óskast.