Ferill 109. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 109 . mál.


117. Fyrirspurn



til forsætisráðherra um áhrif vísitöluhækkana á skuldir heimilanna.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



    Hvaða útgjaldaflokkar og undirflokkar þeirra samkvæmt skilgreiningu Hagstofunnar í vísistölu neysluverðs hafa helst haft áhrif til hækkunar á skuldir heimilanna frá því að hún tók gildi 1. mars 1995?
    Hve mikið hefur hver og einn flokkur, sbr. 1. tölul., hækkað skuldir heimilanna (í fjárhæðum) frá 1. mars 1995 til 1. október 1996?
    Hvaða útgjaldaflokkar og undirflokkar í eldri lánskjaravísitölu höfðu helst áhrif til hækkunar á skuldir heimilanna?
    Hve mikið hefur hver og einn flokkur í eldri lánskjaravísitölu hækkað skuldir heimilanna (í fjárhæðum) á árunum 1993 og 1994?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.


    Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar er vísitölu neysluverðs skipt í útgjaldaflokka (svo sem matvörur o.s.frv.) sem jafnframt eru greindir eftir undirflokkum (t.d. mjöl, mjólk, grænmeti o.s.frv.). Með fyrirspurninni er óskað eftir því að hækkun á skuldum heimilanna (í fjárhæðum) verði greind eftir þessum flokkkum og enn fremur einstökum undirflokkum.