Ferill 113. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 113 . mál.


121. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um útleigu leikhúsa og samkeppni leikfélaga.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.



    Hvaða reglur gilda um afnot leikhópa eða leikfélaga af húsnæði Þjóðleikhússins, Leikfélags Reykjavíkur og Íslensku óperunnar til æfinga og sýninga og hvert er leigugjaldið?
    Hverjum hefur verið leigt húsnæði undanfarin þrjú ár hjá Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur og Íslensku óperunni, á hvaða verði í hverju tilviki og hverjar hafa tekjurnar verið ár hvert hjá hverjum aðila?
    Hverjir hafa boðið leikhús til útleigu aðrir en þrír framangreindir aðilar, hefur gætt samkeppni á þessu sviði og ef svo er, hver hafa verið áhrif þeirrar samkeppni á leiguverð?
    Hver hafa verið áhrif samkeppni frá einstökum leikfélögum á aðgöngumiðaverð og aðsókn hjá Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur og Íslensku óperunni?


Skriflegt svar óskast.