Ferill 93. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 93 . mál.


124. Svar



sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Petrínu Baldursdóttur um Þróunarsjóð sjávarútvegsins.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvað hafa mörg skip verið úrelt síðan 1994, í hvaða stærðarflokki og frá hvaða landsvæðum?
    Hafa einhver fiskverkunarhús verið úrelt síðan 1994?


    Of mikil afkastageta miðað við afrakstursgetu fiskistofna, bæði í veiðum og vinnslu, hefur um langan tíma verið eitt af meginvandamálum sjávarútvegsins. Það vandamál er alþjóðlegt og hafa ríkisstjórnir fjölmargra ríkja reynt að bregðast við því á margvíslegan hátt. Þróunarsjóður sjávarútvegsins var stofnaður með lögum nr. 92/1994 og tóku þau gildi 3. júní 1994. Sjóðurinn fékk það hlutverk að stuðla að aukinni arðsemi í sjávarútvegsfyrirtækjum með því að auðvelda þeim að losna við umframafkastagetu í veiðum jafnt sem vinnslu. Í því skyni veitir sjóðurinn styrki til að úrelda fiskiskip, kaupir fiskvinnslustöðvar og framleiðslufyrirtæki. Enn fremur veitir sjóðurinn lán og ábyrgðir til nýsköpunar í sjávarútvegi og til að greiða fyrir þátttöku sjávarútvegsfyrirtækja í verkefnum erlendis.
    Frá stofnun Þróunarsjóðs sjávarútvegsins til 23. október 1996 hefur sjóðurinn greitt út 366 styrki til að úrelda jafnmörg fiskiskip og varið til þess tæplega 2.540 millj. kr. Því til viðbótar hefur sjóðurinn gefið loforð að fjárhæð tæplega 308 millj. kr. um að úrelda 102 skip, sem hafa enn ekki komið til útborgunar. Auk þessa eru nú í afgreiðslu hjá sjóðnum 96 umsóknir um styrki til að úrelda skip.
    Í töflu 1 má sjá stærðarflokkun þeirra 366 skipa sem Þróunarsjóður hefur greitt úreldingarstyrki. Í fylgiskjali I má sjá nánari upplýsingar um hvaða skip um er að ræða, hver er eigandi þeirra, styrkfjárhæð vegna hvers skips og rúmlestastærð.

Tafla 1.

Styrkir,

Afskráðar


Stærð í rúmlestum

Fjöldi

þús. kr.

rúmlestir



Yfir 100     
24
1.575.252 4.608
10–100     
31
303.339 1.075
Minni en 10     
311
661.107 1.882
Samtals     
366
2.539.698 7.565

    Í töflu 2 má sjá úr hvaða umdæmum þau 366 skip komu sem Þróunarsjóður hefur greitt úreldingarstyrki. Í fylgiskjali II má sjá nánari skiptingu innan umdæmanna svo og um hvaða skip er að ræða, hver er eigandi þeirra, styrkfjárhæð vegna hvers skips og rúmlestastærð.

Tafla 2.

Aflamarksskip

Krókabátar

    
Umdæmisnúmer

Fjöldi

Styrkir, þús. kr.

Fjöldi

Styrkir, þús. kr.



AK     
7
89.147 4 9.136
ÁR     
3
55.790 1 2.603
BA     
22
104.420 2 7.507
DA     
2 4.864     
EA     
14
108.183 10 24.988
GK     
23
328.113 9 29.823
HF     
14
186.718 9 31.458
HU     
1 1.232
ÍS     
21
138.160 6 17.165
KE     
9
20.248 4 7.547
    
2
3.973 1 4.855
MB     
1
540
NK     
17
54.046 5 11.260
NS     
12
107.788 2 4.472
ÓF     
4
183.433
RE     
17
98.619 7 27.050
SF     
11
254.186 4 10.502
SH     
30
82.463 13 45.559
SI     
2
2.558 3 9.616
SK     
4
7.128 1 1.080
ST     
3
7.026 1 1.532
SU     
16
59.075 6 12.854
VE     
15
171.684 1 1.328
ÞH     
19
189.851 8 20.118
Samtals     
266
2.253.149 100 286.549

    Eins og framangreindar upplýsingar bera með sér hefur Þróunarsjóði sjávarútvegsins tekist vel að uppfylla þær væntingar sem gerðar voru til hans varðandi fækkun fiskiskipa og þar með minnkun fiskiskipaflotans. Það má glögglega sjá í töflu 3 sem sýnir að útgefnum leyfum til veiða í atvinnuskyni hefur fækkað verulega frá fiskveiðiárinu 1994/1995 til 1996/1997:

Tafla 3.

Útgefin leyfi til veiða í atvinnuskyni

1994/1995

1995/1996

1996/1997



Aflamarksleyfi     
1.310
1.078 1.011
Krókaleyfi     
1.117
1.082 1.009
Samtals     
2.427
2.160 2.020

    Þessu til viðbótar má búast við að leyfum muni enn hafa fækkað 1. september 1997 vegna yfirstandandi átaks við að úrelda krókabáta.
    Annað meginhlutverk sjóðsins er að kaupa upp fiskvinnslustöðvar og framleiðslutæki þeirra. Frá upphafi hefur sjóðurinn keypt sjö fiskverkunarhús fyrir um 75 millj. kr. og selt aftur til annarrar starfsemi fyrir um 56 millj. kr. Styrkir til kaupa á fiskvinnsluhúsum nema því tæpum 19 millj. kr. Fylgiskjal III sýnir hvaða fiskvinnsluhús hafa verið keypt, kaupverð þeirra og endursöluverð.

Fylgiskjal I.


Þróunarsjóður sjávarútvegsins:


Útborgaðir úreldingarstyrkir vegna aflamarksskipa eftir stærðarflokkum.


(Frá árinu 1994 til 23. október 1996.)



(Repró, 6 bls.)




Útborgaðir úreldingarstyrkir vegna krókabáta.


(Frá árinu 1994 til 23. október 1996.)



(Repró, 3 bls.)





Fylgiskjal II.


Þróunarsjóður sjávarútvegsins:


Útborgaðir úreldingarstyrkir vegna aflamarksskipa eftir umdæmisnúmerum.


(Frá árinu 1994 til 23. október 1996.)



(Repró, 7 bls.)




Útborgaðir úreldingarstyrkir vegna krókabáta eftir umdæmisnúmerum.


(Frá árinu 1994 til 23. október 1996.)



(Repró, 3 bls.)





Fylgiskjal III.


Þróunarsjóður sjávarútvegsins:


Úrelding fiskvinnsluhúsa.


(Frá árinu 1994 til 23. október 1996.)



(Repró, 1 bls.)