Ferill 36. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 36 . mál.


147. Svar



heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur um Forvarnasjóð.

    Forvarnasjóður gegn áfengis- og fíkniefnaneyslu var settur á stofn með 8. gr. laga nr. 96/1995. Í sjóðinn renna 50 millj. kr. á þessu ári, en þar af úthlutaði fjárlaganefnd Áfengisvarnaráði 9,2 millj. kr. og öðrum aðilum 12 millj. kr. Þannig voru til ráðstöfunar í Forvarnasjóði 28,9 millj. kr., sem er aukning um 18,6 millj. kr. frá árinu 1995. Það fé sem heilbrigðisráðherra ráðstafaði áður til þessa málaflokks er nú fært undir Forvarnasjóð.
    Undanfarin ár hafa áfangaheimili og stoðbýli við þá sem eru að koma úr áfengis- og fíkniefnameðferð hlotið rekstrarstyrki frá heilbrigðisráðuneytinu til þess að geta haldið uppi starfsemi sinni. Sjóðstjórn tók þá afstöðu að þessir aðilar skyldu ekki vera verr settir með tilkomu Forvarnasjóðs en áður og beitti því þeirri vinnureglu að þessir aðilar gætu fengið svipaðan styrk úr Forvarnasjóði og þeir höfðu áður fengið frá ráðuneytinu.
    Um sjóðinn gildir reglugerð nr. 537/1995, en auk þess setti stjórn sjóðsins sér ítarlegar vinnureglur 12. febrúar sl. sem umsækjendur, sem og aðrir, höfðu aðgang að og vitnað var til í ítarlegri auglýsingu sem birtist í febrúar sl.
    Ekki hafa allir styrkir verið sóttir eða gerð nægileg grein fyrir hvernig að vinnu við verkefnin verði staðið. Sjóðstjórn hefur sent bréf til þeirra aðila sem ekki hafa sótt styrki eða ekki hafa sent inn gögn í samræmi við úthlutun og gefið þeim frest til að gera grein fyrir því hvernig vinnu að verkefnum miðar. Rétt er að vekja athygli á því að nokkur verkefni koma til með að standa yfir í nokkurn tíma, allt að þrjú ár, og í þeim tilvikum er gert ráð fyrir að um heildarstyrk til viðkomandi verkefnis sé að ræða.

    Hversu margar umsóknir bárust um styrki úr Forvarnasjóði vegna áfengis- og fíkniefnaneyslu? Hvaða aðilar voru það sem sóttu um og til hvaða verkefna eða starfsemi?
    Alls bárust Forvarnasjóði 93 umsóknir frá 48 aðilum um styrk úr sjóðnum þegar auglýst var eftir umsóknum fyrir árið 1996 í febrúar sl.

Umsóknir um styrki úr Forvarnasjóði fyrir árið 1996

Kr.


1.     Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamá la     
800.000

    Útgáfa bókar með yfirliti yfir helstu rannsóknir á vímuefnaneyslu íslenskra ungmenna.
2.     Þrír starfsmenn Fangelsismálastofnunar     
420.000

    Rannsókn á hópi fanga sem lokið hafa refsivist í áfengis- og fíkniefnameðferð.
3.     Rannsóknastofa geðdeildar Landspítalans     
6.000.000

    dr. Kristinn Tómasson, rannsókn á hvaða sjúklingum henti dagmeðferð og árangri hennar.
4.     Lionsklúbburinn Fjörgyn í Grafarvogi     
óákveðin upphæð

    Gerð fræðslumyndar um E-töflur og skaðsemi þeirra. Kostnaðaráætlun 1.645.900 kr.
5.     Líknarfélagið Takmarkið     
1.000.000

    Rekstur á áfangaheimilinu, fyrir óvirka alkóhólista og fyrrverandi vímuefnaneytendur.
6.     Landssamtökin Heimili og skóli     
2.000.000

    Fræðsla fyrir foreldrafélög og námskeið um stjórnun foreldrafélaga.
7.     Vímuvarnarskólinn, Reykjvíkurborg o.fl.     
1.541.000

    Fræðsluverkefni fyrir starfsfólk grunnskóla í Reykjavík.
8.     Stórstúka Íslands     
4.000.000

    Erindrekstur um landið, barna- og unglingastarf Stórstúkunnar.
9.     Stórstúka Íslands     
1.550.000

    Bindindismót á Norður- og Austurlandi, námskeið o.fl.
10.     Íslenskir ungtemplarar     
480.000

    Ferð ungs fólks á Evrópumót í Færeyjum í júlí næstkomandi.
11.     Íslenskir ungtemplarar     
1.440.000

    Kynnisferð, þýðing, staðfæring og kynning á norsku námsefni í grunnskólum landsins.
12.     Íslenskir ungtemplarar     
600.000

    Stofnun ungtemplarafélaga.
13.     Vímulaus æska (1)     
2.080.000

    Neyðarmiðstöð Vímulausrar æsku.
14.     Vímulaus æska (2)     
1.800.000

    Áróður gegn kaupum á áfengi fyrir ungmenni.
15.     Vímulaus æska (3)     
1.350.000

    Árin sem koma á óvart — foreldrabók (Lions Quest) — útgáfa.
16.     Vímulaus æska (4)     
1.160.000

    Uppeldisbókin Lengi muna börnin.
17.     Vímulaus æska (5)     
1.200.000

    Stuðningur við þögla meirihlutann, þá sem þora að segja nei.
18.     Vímulaus æska (6)     
1.000.000

     Viðhorfsvaktin.
19.     Valgeir Guðjónsson     
óákveðin upphæð

    Sumarsýning á Sumar á Sýrlandi.
20.     Jafningjafræðsla framhaldsskólanema     
2.000.000

    Til að vinna að breyttu viðhorfi framhaldsskólanema til neyslu ávana- og fíkniefna.
21.     Félagasamtökin Vernd     
3.000.000

    Stuðningur við skjólstæðinga félagasamtakanna á áfangaheimili.
22.     Áfengisvarnaráð     
550.000

    Kaup á tölvubúnaði, tenging við internetið, uppsetning heimasíðu o.fl.
23.     Barnaheill (1)     
2.000.000

    Foreldralínan .
24.     Barnaheill (2)     
1.800.000

    Norræn ungmenni gegn ofbeldi — samstarfsverkefni.
25.     Freeport-klúbburinn     
200.000

    Heimildarmynd um meðferðir á Íslandi.
26.     Boltafélag Ísafjarðar     
200.000

    Íþróttir gegn vímuefnum á Vestfjörðum.
27.     Æskulýðsráð ríkisins     
500.000

    Upplýsingabók fyrir ungt fólk.
28.     Klettur hf.     
770.000

    Uppbygging áfangaheimilis og stuðningur við skjólstæðinga.
29.     Líknarfélagið Risið     
óákveðin upphæð

    Stuðningur við vistmenn áfangaheimilis sem koma úr meðferð.
30.     Samhjálp     
óákveðin upphæð

    Stuðningur við skjólstæðinga frá Hlaðgerðarkoti.
31.     Líknarfélagið Takmarkið     
óákveðin upphæð

    Stuðningur við skjólstæðinga á áfangaheimili.
32.     Stígamót     
óákveðin upphæð

    Starfsemi, m.a. stuðningur við þolendur sem koma úr meðferð.
33.     Sumarheimili templara     
5.000.000

    Efling sumarheimilisins, bindindismót í Galtalækjarskógi.
34.     Krossgötur     
4.000.000

    Myndband með forvarnaefni.
35.     Forvarnadeild lögreglunnar í Reykjavík     
óákveðin upphæð

    Ýmis forvarnaverkefni.
36.     Ólympíunefnd Íslands     
900.000

    Auglýsingaherferð — áfengisvarnir.
37.     Sveinn R. Hauksson     
500.000

    Euro CAD/96
38.     Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar     
u.þ.b. 1.125.000

    Námskeiðahald vegna sérstaks áhættuhóps varðandi vímuefnaneyslu.
39.     Átak gegn áfengi     
2.500.000

    Endurútgáfa Handbókar fyrir stjórnendur fyrirtækja í áfengismálum o.fl. verkefni.
40.     Áfengisvarnaráð (1)     
300.000

    Námsflokkahlaupið 1996 — kostun á bolum.
41.     Áfengisvarnaráð (2)     
600.000

     Unglingavagn Gallups — könnun á áfengisneyslu o.fl.
42.     Þrír starfsmenn geðdeildar Landspítalans     
3.200.000

    Rannsóknarverkefni — breytingar á áfengisneyslu og afleiðingum hennar o.fl.
43.     Íþróttasamband Íslands og Ungmennafélag Íslands     
8.000.000

    Vímuvarnarátak íþróttahreyfingarinnar — verkefni til tveggja ára.
44.     Möguleikhúsið við Hlemm     
óákveðin upphæð

    Sýning fyrir 9. og 10. bekk grunnskóla og framhaldsskóla.
45.     Stoppleikhópurinn     
óákveðin upphæð

    Frumsamið áfengis- og fíkniefnaleikrit eftir Valgeir Skagfjörð til sýningar í skólum.
46.     Ungmennafélag Íslands — Skinfaxi     
250.000

    Útgáfa sérrits Skinfaxa, tímarits UMFÍ, um fíkniefni og forvarnir.
47.     Geðdeild Landspítalans     
óákveðin upphæð

    Stuðningur við alþjóðlega ráðstefnu sem haldin er með The Addictions FORUM í júlí
    næstkomandi.
48.     Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli, FRÆ, Þjóðarátak gegn fíkniefnum     
óákveðin upphæð

    Útgáfa bæklings, Fíkniefni/þú og barnið þitt.
49.     Fræðslumiðstöð í fíknivörnum (FRÆ) (IA)     
800.000

    Fræðslubæklingur um áfengi og önnur fíkniefni.
50.     FRÆ (IB) — 2     
400.000

    Upplýsingarit um ávana- og fíkniefni.
51.     FRÆ (IC) — 3     
1.200.000

    Myndband um áhrif áfengis á líkamann.
52.     FRÆ (ID) — 4     
800.000

    Kennsluhefti um áfengi fyrir framhaldsskóla. Kennslubók fyrir nemendur og leiðbeiningar
    fyrir kennara.
53.     FRÆ (IE) — 5     
1.000.000

    Áhrif, af vettvangi vímuefnamála. Tímarit um áfengis- og fíkniefnamál.
54.     FRÆ (II) — 6     
400.000

    Gagnasafn. (Ætlað skólum, stofnunum, fjölmiðlum og samtökum.)
55.     FRÆ (III) — 7     
400.000

    Skýrsla um áfengis- og fíkniefnamál.
56.     FRÆ (IVA) — 8     
60.000

    Vinnuhópur um forvarnir í grunnskólum — vímulaus grunnskóli.
57.     FRÆ (IVB) — 9     
100.000

    Vinnuhópur um rannsóknir.
58.     FRÆ (V) — 10     
200.000

    Ráðgjöf í forvarnaverkefnum.
59.     FRÆ (VI) — 11     
200.000

    Almenn upplýsingagjöf um áfengis- og fíkniefnamál.
60.     FRÆ (VII) — 12     
240.000

    Alþjóðlegt samstarf.
61.     FRÆ (VIII) — 13     
óákveðin upphæð

    Aukið samstarf í forvörnum.
62.     FRÆ (IXA) — 14     
100.000

    Ársfundur.
63.     FRÆ (IXB) — 15     
40.000

    Vinnuhópar.
64.     FRÆ (X) — 16     
6.000.000

    Uppbygging og þróun fræðslumiðstöðvar í fíknivörnum.
65.     SÁÁ — 1     
2.400.000

    Forvarnir í sveitarfélögum — Víðtækar forvarnir.
66.     SÁÁ — 2     
62.000

    Námstefnur í sveitarfélögum.
67.     SÁÁ — 3     
62.000

    Fræðsla til kennara í grunnskólum.
68.     SÁÁ — 4     
280.000

    Fræðslufundir með foreldrum barna í efstu bekkjum grunnskóla.
69.     SÁÁ — 5     
362.000

    Fræðsludagskrá í grunnskólum.
70.     SÁÁ — 6     
298.000

    Fræðsludagskrá í framhaldsskólum.
71.     SÁÁ — 7     
142.400

    Námskeið fyrir íþróttaþjálfara yngri flokka um vímuvarnir.
72.     SÁÁ — 8     
350.000

    Fræðsla fyrir starfsfólk sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva.
73.     SÁÁ — 9     
107.600

    Námskeið í íhlutun fyrir fagfólk innan mennta- og félagsmálakerfisins.
74.     SÁÁ — 10     
484.000

    Matslisti.
75.     SÁÁ — 11     
108.000

    Bæklingur um víruslifrarbólgur og alnæmi og varnir gegn þessum sjúkdómum.
76.     SÁÁ — 12     
108.000

    Útgáfa bæklings um ólöglega vímuefnaneyslu.
77.     SÁÁ — 13     
248.000

    Endurútgáfa þriggja bæklinga um áfengis- og vímuefnavandann.
78.     SÁÁ — 14     
400.000

    Útgáfa fræðslumyndbanda fyrir fagfólk.
79.     SÁÁ — 15     
340.000

    Kvikmyndir til að hafa áhrif á ungt fólk.
80.     SÁÁ — 16     
256.000

    Útgáfa og dreifing á fræðslu- og forvarnaefni á internetinu.
81.     SÁÁ — 17     
184.400

    Námskeið fyrir foreldra um viðbrögð við vímuefnaneyslu unglinga.
82.     SÁÁ — 18     
128.000

    Námskeið um uppeldi fyrir skjólstæðinga SÁÁ.
83.     Vistheimilið Skjöldur     
óákveðin upphæð

    Forvarnastarf með rekstri áfangaheimilis.
84.     Stefán Jóhannsson     
150.000

    Til að bjóða finnskum lækni til Íslands til að kynna áfengismeðferð með „gasi“.
85.     Hálendishópurinn     
óákveðin upphæð

    Skrásetning vinnulíkans yfir meðferðarstarf Hálendishópsins fyrir unglinga í vanda.
86.     Magnús Scheving — forvarnanet     
óákveðin upphæð

    Víðtækt forvarnaverkefni til samræmingar og samvinnu þeirra aðila sem koma að forvörnum.
87.     Komið og dansið     
óákveðin upphæð

    Barnanámskeið í grunnskólum á Austurlandi og í Reykjavík.
88.     Umdæmisstúka Suðurlands nr. 1     
1.500.000

    Samstarf við Áfengisvarnaráð um heimsóknir í skóla.
89.     Gylfi Þ. Gíslason     
óákveðin upphæð

    Til að sækja framhaldsmenntun og reynslu í forvarnamálum til Bandaríkjanna.
90.     Frjálsíþróttasamband Íslands     
óákveðin upphæð

     FRÍ 2000 — hópur ungs og efnilegs frjálsíþróttafólks sem tekur þátt í verkefni hjá FRÍ
    vegna Ólympíuleikanna árið 2000.
91.     Barnaverndarstofa     
óákveðin upphæð

    Stuðningsmeðferð fyrir börn áfengissjúkra (barst 30. apríl).
92.     Auglýsingafélagið Frændi     
óákveðin upphæð

    Bjóða kynningarstarf og samvinnu við gerð myndbanda gegn notkun E-töflunnar.
93.     Geðdeild Landspítalans     
óákveðin upphæð

    Könnun á breytingum á áfengisneyslu og afleiðingum hennar.


    Hverjir fengu úthlutun úr sjóðnum og til hvaða starfsemi?
    Alls fengu 26 aðilar styrki úr sjóðnum að fjárhæð 23,9 millj. kr.
    Sjóðstjórn gerði tillögu til ráðherra um skiptingu og flokkaskiptingu styrkþega ásamt skilyrðum sem þeir þyrftu að uppfylla áður en styrkir væru greiddir. Tillaga sjóðstjórnar, sem ráðherra staðfesti 14. júní sl., var sem hér segir:

Þús. kr.



1. Áfangaheimili. Styrkur verði greiddur strax:
Takmarkið     
900

Vernd     
850

Risið          
1.300

Samhjálp     
400

Skjöldur     
750

Klettur     
450


2. Styrkur verði greiddur í einu lagi, þegar ljóst er að verkefni verður framkvæmt eða er lokið:
Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála     
600 1

Vímuvarnaskólinn (stendur yfir)     
1.500 2

Jafningjafræðsla (stendur yfir)     
2.000 2

Áfengisvarnaráð – internet     
250 2

Freeport-klúbburinn     
100 2

Sumarheimili templara, bindindismót     
400 3

Bindindismót á Norður- og Austurlandi     
400 3

Euro CAD/96     
100 2

Landspítalinn, geðdeild (ráðstefna)     
100 2

Hálendishópurinn     
250 2

Tollgæslan, FRÆ og Þjóðarátak í fíknivörnum     
150 2


3. Krafist útfærslu, frekari gagna og áætlana:
Þrír starfsmenn Fangelsismálastofnunar     
400 4

Valgeir Guðjónsson     
500 5

Stoppleikhópurinn     
500 5


4. Krafist útfærslu, frekari gagna og samstarfs við aðra aðila:
Vímulaus æska og Barnaheill     
1.500 6

ÍSÍ og UMFÍ     
4.000 7


5. Krafist útfærslu hugmynda eftir forgangsröðun umsækjanda:
Vímulaus æska, áróður o.fl.     
500 8

FRÆ – fræðsluefni og bæklingar     
1.500 8

FRÆ – ráðgjöf, upplýsingar og samstarfsverkefni     
1.500 8

SÁÁ – fræðslu- og áróðursstarf í samstarfi við sveitarfélög     
1.500 8

SÁÁ – fræðsluefni, þar með talin myndbönd     
1.500 8


Skýringar:
     1 Greiðist þegar sýnt verður fram á að af útgáfu verði.
     2 Greiðist strax.
     3 Greiðist þegar fyrir liggur að mótið fari fram.
     4 Væntanlegir styrkþegar leggi fram útfærslu, fjárhags- og verkáætlanir, óskir um greiðslutíma og greiðslufyrirkomulag og áætlun um skil á áfangaskýrslum. Sjóðstjórn tekur síðan ákvörðun um endanlega úthlutun og ákveður greiðslutíma, greiðslufyrirkomulag og skil á áfangaskýrslum.
     5 Væntanlegir styrkþegar leggi fram útfærslu, fjárhags- og verkáætlanir, óskir um greiðslutíma og greiðslufyrirkomulag, yfirlýsingu frá viðurkenndum aðila í forvörnum um að hann fylgist með að forvarnagildi verkefnisins sé ótvírætt og fyrir liggi vilji ríkissjónvarpsins eða Stöðvar 2 til að taka verkið upp og sýna í sjónvarpi. Sjóðstjórn tekur síðan ákvörðun um endanlega úthlutun og ákveður greiðslutíma.
     6 Til samræmdrar símsvörunar fyrir áfengis- og fíkniefnaneytendur, fjölskyldur þeirra og aðstandendur. Greiðist til þeirrar starfsemi þegar komið hefur verið á samstarfi Barnaheilla og Vímulausrar æsku við barna- og unglingageðdeild Ríkisspítala um samræmda símsvörun fyrir áfengis- og fíkniefnaneytendur, fjölskyldur þeirra og aðstandendur.
     7 Væntanlegir styrkþegar leggi fram útfærslu, fjárhags- og verkáætlanir, óskir um greiðslutíma og greiðslufyrirkomulag, áætlun um skil á áfangaskýrslum og yfirlýsingu frá viðurkenndum aðila í forvörnum um að hann fylgist með að forvarnagildi verkefnisins sé ótvírætt. Sjóðstjórn tekur síðan ákvörðun um endanlega úthlutun og ákveður greiðslutíma, greiðslufyrirkomulag og skil á áfangaskýrslum.
     8 Styrkþegi leggi fram áætlun um til hvaða verkefna hann vilji helst verja styrknum, geri grein fyrir verk- og kostnaðaráætlunum, óskum um greiðslutíma og greiðslufyrirkomulag. Sjóðstjórn tekur síðan ákvörðun um endanlega úthlutun og ákveður greiðslutíma, greiðslufyrirkomulag og skil á skýrslum.


    Hvað hefur verið gert til þess að samræma forvarnastarf á sviði áfengis- og fíkniefnavarna í þeim ráðuneytum sem fulltrúa eiga í sjóðnum, þ.e. heilbrigðisráðuneyti, menntamálaráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti?
    Þessi ráðuneyti hafa sammælst um að vísa umsóknum um styrki til áfengis- og fíkniefnavarna til Forvarnasjóðs. Hins vegar eru í einhverjum mæli veittir styrkir til einstakra verkefna á vegum ráðuneytanna og á það aðallega við um forvarnastarfsemi sem unnin er innan undirstofnana ráðuneytanna, sem hluti af reglulegri starfsemi viðkomandi aðila, svo sem lögreglu, skólakerfisins og heilsugæslunnar.
    Mörgum aðilum sem fengu styrki úr sjóðnum var sett það skilyrði að leita samvinnu við aðra aðila, svo sem viðurkennda fagmenn á sviði forvarna, félagasamtök eða fjölmiðla, eins og fram kemur í listanum hér að framan. Síðasta vetur ákvað ríkisstjórnin að skipa sérstaka nefnd með fulltrúum dómsmálaráðherra, félagsmálaráðherra, menntamálaráðherra og heilbrigðisráðherra til að vinna drög að stefnumótun ríkisstjórnarinnar í vörnum gegn neyslu ávana- og fíkniefna og afbrotum. Nefnd þessi lýkur störfum á næstu vikum og mun, auk þess að leggja fram tillögur um stefnumörkun ríkisstjórnarinnar, undirbúa stofnun forvarnaráðs sem ætlað er að samræma störf að forvarnamálum, skipuleggja bætta nýtingu fjármagns og samhæfðari aðgerðir í vörnum gegn þessum mikla vágesti. Lagafrumvarp þessa efnis verður væntanlega lagt fyrir háttvirt Alþingi í nóvember og verður forvarnaráði sérstaklega ætlað það hlutverk að samræma forvarnastarf.

    Hvernig hyggst ráðherra fylgja eftir úthlutunum úr sjóðnum, þ.e. framgangi og árangri þeirra verkefna sem veitt er til?
    Eins og áður hefur komið fram er styrkþegum skylt að skila sjóðstjórn greinargerð um ráðstöfun styrksins. Sjö styrkþegar fá styrk sinn ekki greiddan út nema þeir leggi fram nákvæma útfærslu á hvernig honum verður varið og sjö styrkir verða greiddir út í áföngum, eftir því sem verkefnum miðar áfram.
    Þessi aðferð hefur orðið til þess að styrkþegar verða að skipuleggja starf sitt betur en áður og gera nákvæmari grein fyrir ráðstöfun fjárins til sjóðstjórnar en tíðkast hefur hingað til. Slík vinnubrögð eru til þess fallin að fjármunir nýtist betur til virks forvarnastarfs en áður.