Ferill 51. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 51 . mál.


148. Svar



heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn Ástu R. Jóhannesdóttur um skerðingu frekari uppbótar vegna umönnunar- og lyfjakostnaðar til lífeyrisþega.

    Hversu margir lífeyrisþegar hafa misst frekari uppbót sína frá Tryggingastofnun ríkisins samkvæmt skerðingarákvæðum í reglugerð sem tók gildi á þessu ári og þrengri vinnureglum:
         
    
    hæstu uppbót (140% umönnunaruppbót) og hversu há er hún í krónum talið,
         
    
    120% umönnunaruppbót,
         
    
    90% umönnunaruppbót,
         
    
    70% umönnunar- og lyfjauppbót,
         
    
    35% uppbót?


     140% uppbót nemur 18.722 kr. á mánuði.
                  1. maí 1996 fengu þrír lífeyrisþegar 140% uppbót sem skiptist þannig:
                        2 karlar yngri en 60 ára
                        1 karl eldri en 70 ára

                  1. október 1996 fengu tíu lífeyrisþegar 140% uppbót sem skiptist þannig:
                        2 karlar yngri en 60 ára
                        4 konur yngi en 60 ára
                        1 karl eldri en 70 ára
                        3 konur eldri en 70 ára

     120% uppbót nemur 16.047 kr. á mánuði.
                  1. maí 1996 fengu 139 lífeyrisþegar 120% uppbót sem skiptist þannig:
                         ellilífeyrisþegar     örorkulífeyrisþegar
                        3 karlar 60–70 ára     39 karlar yngri en 60 ára
                        1 kona 60–70 ára     40 konur yngri en 60 ára
                        8 karlar eldri en 70 ára     4 karlar 60–70 ára
                        40 konur eldri en 70 ára     4 konur 60–70 ára

                  1. október 1996 fengu 119 lífeyrisþegar 120% uppbót sem skiptist þannig:
                         ellilífeyrisþegar     örorkulífeyrisþegar
                        3 karlar 60–70 ára     31 karl yngri en 60 ára
                        2 konur 60–70 ára     40 konur yngri en 60 ára
                        6 karlar eldri en 70 ára     3 karlar 60–70 ára
                        32 konur eldri en 70 ára     2 konur 60–70 ára

     90% uppbót nemur 12.035 kr. á mánuði.
                  1. maí 1996 fengu 250 lífeyrisþegar 90% uppbót sem skiptist þannig:
                        ellilífeyrisþegar     örorkulífeyrisþegar
                        18 karlar 60–70 ára     13 karlar yngri en 60 ára
                        17 konur 60–70 ára     12 konur yngri en 60 ára
                        96 karlar eldri en 70 ára     12 karlar 60–70 ára
                        60 konur eldri 70 ára     22 konur 60–70 ára

                  1. október 1996 fengu 215 lífeyrisþegar 90% uppbót sem skiptist þannig:
                         ellilífeyrisþegar     örorkulífeyrisþegar
                        18 karlar 60–70 ára     13 karlar yngri en 60 ára
                        14 konur 60–70 ára     12 konur yngri en 60 ára
                        73 karlar eldri en 70 ára     12 karlar 60–70 ára
                        51 kona eldri en 70 ára     22 konur 60–70 ára

     70% uppbót nemur 9.361 kr. á mánuði.
                  1. maí 1996 fengu 455 lífeyrisþegar 70% uppbót sem skiptist þannig:
                         ellilífeyrisþegar     örorkulífeyrisþegar
                        6 karlar 60–70 ára     50 karlar yngri en 60 ára
                        20 konur 60–70 ára     45 konur yngri en 60 ára
                        74 karlar eldri en 70 ára     14 karlar 60–70 ára
                        229 konur eldri en 70 ára     17 konur 60–70 ára

                  1. október 1996 fengu 304 lífeyrisþegar 70% uppbót sem skiptist þannig:
                         ellilífeyrisþegar     örorkulífeyrisþegar
                        4 karlar 60–70 ára     37 karlar yngri en 60 ára
                        12 konur 60–70 ára     44 konur yngri en 60 ára
                        40 karlar eldri en 70 ára     8 karlar 60–70 ára
                        147 konur eldri en 70 ára     12 konur 60–70 ára

     35% uppbót nemur 4.680 kr. á mánuði.
                  1. maí 1996 fengu 1304 lífeyrisþegar 35% uppbót sem skiptist þannig:
                         ellilífeyrisþegar     örorkulífeyrisþegar
                        23 karlar 60–70 ára     133 karlar yngri en 60 ára
                        51 kona 60–70 ára     143 konur yngri en 60 ára
                        162 karlar eldri en 70 ára     28 karlar 60–70 ára
                        682 konur eldri en 70 ára     82 konur 60–70 ára

                  1. október 1996 fékk 1171 lífeyrisþegi 35% uppbót sem skiptist þannig:

                         ellilífeyrisþegar     örorkulífeyrisþegar
                        28 karlar 60–70 ára     130 karlar yngri en 60 ára
                        54 konur 60–70 ára     138 konur yngri en 60 ára
                        139 karlar eldri en 70 ára     24 karlar 60–70 ára
                        594 konur eldri en 70 ára     64 konur 60–70 ára

    Alls hafa u.þ.b. 2.000 manns ýmist misst frekari uppbót eða fengið hana skerta, en 250 nýir bótaþegar hafa fengið frekari uppbót. Eingöngu var óskað eftir upplýsingum hjá framangreindum hópum. Þess ber að geta að þeir sem höfðu uppbót á lífeyri hafa ekki allir hámarksuppbót. Þetta er því ekki sundurliðun á lækkun eða niðurfellingu hjá öllum hópum. Frekari uppbót getur verið allt frá 5% upp í 140% og greinist í fjóra liði (sjá vinnureglur), t.d. vegna sjúkrakostnaðar, umönnunar, húsaleigu eða félagslegra aðstæðna.

Dæmi um lækkun vegna tekna:
    Frekari uppbót lífeyrisþega, sem hafði 120% eða 16.047 kr. í frekari uppbót vegna umönnunar á mánuði en samanlagðar tekjur voru yfir tekjumörkum, þ.e. 81.000 kr., var lækkuð þannig að heildartekjur væru ekki yfir 75.000 kr. á mánuði. Hann lækkar því úr 120% í 80% og fær í uppbót 10.698 kr. vegna umönnunar.

     Hversu hátt hlutfall lífeyrisþega missti frekari uppbót eða fékk hana skerta eftir að reglunum var breytt?
    Alls 10% misstu uppbótina og u.þ.b. 10% hlutu skerðingu. Hins vegar bættust 2,5% við, þ.e. nýir bótaþegar sem fengu frekari uppbót.

    Hverjar eru nú meðalmánaðargreiðslur frá Tryggingastofnun til þeirra sem misstu uppbótina:
         
    
    til örykja,
         
    
    til ellilífeyrisþega?

    Mánaðargreiðslur til þeirra sem búa einir og hafa ekki aðrar tekjur en bætur almannatrygginga:

Þús. kr.


                         Örorkulífeyrisþegi:
                        Örorkulífeyrir     
13.373

                        Tekjutrygging     
25.294

                        Heimilisuppbót     
8.364

                        Sérstök heimilisuppbót     
5.754

                         Samtals     
52.785


                         Ellilífeyrisþegi:
                        Ellilífeyrir     
13.373

                        Tekjutrygging     
24.605

                        Heimilisuppbót     
8.364

                        Sérstök heimilisuppbót     
5.754

                         Samtals     
52.096


    Auk þess gæti lífeyrisþegi átt rétt á bensínstyrk, makabótum, barnalífeyri o.fl. eftir aðstæðum.
    Ekki er unnt að svara því hverjar séu meðalmánaðargreiðslur frá Tryggingastofnun til þeirra sem misstu uppbótina þar sem aðrar tekjur, t.d. lífeyrissjóður, eignatekjur og tekjur maka/sambúa, hafa áhrif á greiðslur lífeyrisþega og um mjög mismunandi forsendur er að ræða. Bætur voru þó ekki felldar niður eða lækkaðar hjá neinum sem hafði tekjur eða eignir undir mörkum, nema hann gæti ekki skilað inn fullnægjandi gögnum er veittu heimild til áframhaldandi greiðslu. Fjöldi lífeyrisþega 1. október 1996 reyndist vera alls 31.211, þar með taldir endurhæfingarlífeyrisþegar.
    Á það má benda að öryrki, sem hefur eingöngu bætur almannatrygginga, t.d. 47.031 kr. á mánuði með heimilisuppbót, má hafa allt að 27.969 kr. í aðrar tekjur til þess að reiknast undir tekjumörkum gagnvart frekari uppbót.

    Hverjar eru nú meðalmánaðargreiðslur frá Tryggingastofnun til þeirra sem uppbótin skertist hjá:
         
    
    til öryrkja,
         
    
    til ellilífeyrisþega?

    Eins og fyrr segir geta forsendur verið mjög mismunandi fyrir heildargreiðslum Tryggingastofnunar sem hafa svo mismunandi áhrif á tekjutengdar bætur. Ekki er unnt að beita tölvukerfinu til að finna umbeðnar meðalupphæðir.
    Hinn 1. október sl. fengu 7.953 bótaþegar frekari uppbót, samtals að upphæð 50.925.203 kr. Þar af voru 5.404 ellilífeyrisþegar, með 31.469.203 kr. þann mánuð, og 2.549 örorkulífeyrisþegar, með 19.456.000 kr. Þannig fékk hver ellilífeyrisþegi að meðaltali 5.823 kr. í frekari uppbót og hver örorkulífeyrisþegi 7.633 kr.

    Hvernig skiptast þeir lífeyrisþegar hlutfallslega eftir aldri og kyni sem misstu frekari uppbót eða urðu fyrir skerðingu nú?
    Um þetta vísast til 1. liðar.