Ferill 164. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 164 . mál.


181. Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um Blönduvirkjun.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.



    Hver er orðinn heildarkostnaður við byggingu Blönduvirkjunar, þar með talinn kostnaður við uppgræðslu lands, gerð uppistöðulóns og lagningu rafmagnslína frá virkjun, og hver er kostnaðurinn sundurliðaður eftir árum á núvirði? Hver er áætlaður kostnaður við þær framkvæmdir sem enn er ólokið?
    Hvernig hefur framkvæmdin verið fjármögnuð og hver er fjármagnskostnaðurinn af lánum orðinn samtals og sundurliðaður eftir árum á núvirði? Hversu hárri fjárhæð nema ógreidd lán nú og hver er áætlaður árlegur fjármagnskostnaður vegna þeirra þar til þau eru uppgreidd og samtals?
    Hverjar hafa verið tekjur af sölu rafmagns frá Blönduvirkjun og hver hafa verið rekstrargjöld virkjunarinnar samtals og sundurliðað eftir árum, á núvirði?
    Hverjar eru áætlaðar tekjur umfram rekstrarkostnað af sölu rafmagns frá Blönduvirkjun, árlega og í heild, til 1. október 2014 og hvað hafa þær tekjur þá nægt til að greiða mikið af áföllnum kostnaði við virkjunina frá upphafi?


Skriflegt svar óskast.