Ferill 178. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 178 . mál.


199. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um sjómannaafslátt.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.



    Hve hárri fjárhæð nam sjómannaafsláttur samtals við álagningu gjalda 1996 vegna tekna ársins 1995, hvernig skiptist fjárhæðin milli skattumdæma og í hverju umdæmi milli:
         
    
    fiskiskipa,
         
    
    varðskipa, rannsóknarskipa, sanddæluskipa og ferjuskipa og
         
    
    farskipa sem eru í förum milli landa eða í strandsiglingum?
    Hve margir nutu sjómannaafsláttar samtals og í hverju skattumdæmi? Hvert var hlutfall þeirra af framteljendum og hver var veittur sjómannaafsláttur sem hlutfall af álögðum tekjuskatti einstaklinga, hvort tveggja sundurliðað eftir umdæmum?


Skriflegt svar óskast.