Ferill 206. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 206 . mál.


245. Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um innstæður í ríkisbönkunum.

Frá Guðmundi Hallvarðssyni.



1.        Hverjar eru innstæður (fjárupphæðir) á gömlum sparisjóðsbókum sem bera vexti undir almennum lægstu vöxtum?
2.        Á hve mörg nöfn eru þessar innstæður skráðar?
3.        Hvaða vaxtaprósentur er um að ræða?
4.        Hve margir reikningar hafa ekki verið hreyfðir sl. 15 ár og um hve háa fjárhæð er að ræða?
5.        Hverjar eru reglur bankanna um óhreyfðar innstæður? Hvað verður um þær innstæður?


Skriflegt svar óskast.