Ferill 210. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 210 . mál.


249. Tillaga til þingsályktunar



um könnun á biðlistum í heilbrigðisþjónustu.

Flm.: Tómas Ingi Olrich, Einar K. Guðfinnsson, Arnbjörg Sveinsdóttir,


Sturla Böðvarsson, Guðjón Guðmundsson, Hjálmar Jónsson.



    Alþingi ályktar að fela heilbrigðisráðherra að kanna ítarlega biðlista sjúklinga í heilbrigðisþjónustu. Könnuð verði samsetning biðlistanna, m.a. með tilliti til sérgreinaþjónustu, svo og búsetu sjúklinga, aldurs þeirra og biðtíma. Þá verði kannað hve bráð meðferð er og hve mikið vinnugeta er skert.
    Markmið könnunarinnar verði þríþætt:
    Í fyrsta lagi að afla upplýsinga í þeim tilgangi að móta tillögur um að stytta biðlistana á hagkvæman hátt.
    Í öðru lagi að hægt verði að meta það á grundvelli könnunarinnar að hve miklu leyti mögulegt er og hagkvæmt að nýta þá heilbrigðisaðstöðu sem fyrir hendi er utan höfuðborgarsvæðisins til að stytta biðlistana og þar með koma í veg fyrir að sérhæfð heilbrigðisþjónusta verði bundin við höfuðborgarsvæðið eitt.
    Í þriðja lagi að reyna að meta þann kostnað sem þjóðin ber vegna biðlista sem myndast hafa í heilbrigðiskerfinu.

Greinargerð.


    Á síðustu árum hefur sérgreinasjúkrahúsum fækkað og dregið hefur verulega úr sérhæfðari þjónustu á smærri sjúkrahúsum víðast um landið. Sérgreinasjúkrahús eru fimm á landinu öllu, tvö í Reykjavík, eitt á Akureyri og á Akranesi, auk St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, en auk þess er haldið uppi skurð-, fæðingar- og lyflæknisþjónustu á Akranesi, St. Fransiskusspítalanum Stykkishólmi, Ísafirði, Sauðárkróki, Húsavík, Neskaupstað, Selfossi, í Vestmannaeyjum og Keflavík.
    Orsakir þessarar þróunar má rekja einkum til hraðrar tækniþróunar og aukinnar sérhæfingar á öllum sviðum læknisfræði og sjúkrahúsþjónustu. Þessi þróun hefur hins vegar stóraukið möguleika og verkefni heilbrigðisþjónustunnar. Á ýmsum sviðum hennar hafa myndast langir biðlistar. Á fjórða þúsund manns bíða nú aðgerða, og eru þá lýtalækningar ekki taldar með.
    Á sama tíma og biðlistar hafa myndast hjá ákveðnum sviðum sumra sjúkrastofnana er aðstaða annars staðar vanmetin. Brýnt er að skoða gaumgæfilega hver er raunverulegur jaðarkostnaður hinna ýmsu læknisverka á sjúkrastofnunum sem geta bætt við sig verkefnum. Mikils er vert að nýta sem best þá aðstöu sem byggð hefur verið upp í landinu. Þegar ákvarðanir eru teknar um fjárveitingar til að stytta biðlista er eðlilegt að athuga sérstaklega hvort sjúkrahús á landsbyggðinni geta tekið aukinn þátt í að leysa vandann og leita um leið leiða til að viðhalda og efla sérhæfða heilbrigðisþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins. Er það ekki síst mikilvægt af öryggisástæðum.
    Bið sjúklinga eftir meðferð eða þjónustu heilbrigðiskerfisins veldur ekki einungis þeim þjáningum sem biðtímann þreyja. Biðlistarnir skapa einnig sérstök andleg og líkamleg heilbrigðisvandamál. Fjárhagslegur kostnaður er mikill og deilist niður á sjúklinga, fjölskyldur þeirra, vinnuveitendur og hið opinbera. Þótt erfitt geti reynst að meta slíkan kostnað hlýtur þó að vera brýnt að freista þess að meta hann í samanburði við þá fjármuni sem stytting biðlistanna krefst.

Fjöldi sjúklinga á biðlistum árin 1991–1996.



1991

1992

1993

1994

1995

1995-2

1996



Bæklunardeildir:
Landspítali     
460
214 177 277 356 341
Borgarspítali     
496
434 512 607 686 658
Landakotsspítali     
134
17 5 - -
St. Jósefsspítali Hafnarfirði     
0
120 108 169 208 142 137
FSA     
70
135 111 111 100 59 125
Alls     
1.160
920 913 1.164 1.350 1.261
Breyting frá síðustu könnun     
-20,7 -0,8 27,5 16,0 -6,6

Hjartaskurðlækningar:
Landspítali     
66
68 82 62 63 83
Breyting frá síðustu könnun     
3,0 20,6 -24,4 1,6 31,7

Hjartaþræðingar:
Landspítali     
-
86 70 100 50 105
Borgarspítali     
-
53 50 59 34 28
Alls     
100
139 120 159 84 133
Breyting frá síðustu könnun     
39,0 -13,7 32,5 -47,2 58,3

Háls-, nef- og eyrnadeild:
Borgarspítali     
-
837 841 788 847 768
St. Jósefsspítali Hafnarfirði     
-
132 102 189 216 236 236
Alls     
837
969 943 977 1.063 1.004
Breyting frá síðustu könnun     
15,8 -2,7 3,6 8,8 -5,6

Þvagfæraskurðdeild:
Landspítali     
450
395 444 459 453 232
Borgarspítali     
28
96 60 44 30 73
Landakotsspítali     
92
69 34 - 40
St. Jósefsspítali Hafnarfirði     
0
20 60 16 67 64 64
Alls     
570
580 598 519 590 369
Breyting frá síðustu könnun     
1,8 3,1 -13,2 13,7 -37,5

Aðrar deildir:
BSP: Heila- og taugaskurðdeild     
99
BSP: Almenn skurðdeild     
271
LSP: Æðaskurðdeild     
299
Alls     
669

Samtals skráðir á biðlistum
(án endurhæfingar)     
2.667
2.608 2.574 2.819 3.087 0 3.066
Breyting frá síðustu könnun     
-2,2 -1,3 9,5 9,5 -0,7

Endurhæfing:
Borgarspítali     
-
0 0 7 32
Kristnes     
-
35 25 35 34 33
Reykjalundur     
-
455 511 474 509
Alls     
418
490 536 516 575
Breyting frá síðustu könnun     
17,2 9,4 -3,7 11,4

Biðlistar (án lýtalækninga)     
3.151
3.166 3.192 3.397 3.725
Breyting í %     
0,5 0,8 6,4 9,7


Lýtalækningar:
Landspítali     
1.000
1.330 652 660 363
St. Jósefsspítali Hafnarfirði     
0
154 102 101 114
Borgarspítali     
0
0 180 134 149
Alls     
1.000
1.484 934 895 626
Breyting milli ára     
48,4 -37,1 -4,2 -30,1

Alls — allir biðlistar     
4.151
4.650 4.126 4.292 4.351
Breyting í %     
12,0 -11,3 4,0 1,4