Ferill 164. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 164 . mál.


270. Svar



iðnaðarráðherra við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar um Blönduvirkjun.

    Hver er orðinn heildarkostnaður við byggingu Blönduvirkjunar, þar með talinn kostnaður við uppgræðslu lands, gerð uppistöðulóns og lagningu rafmagnslína frá virkjun, og hver er kostnaðurinn sundurliðaður eftir árum á núvirði? Hver er áætlaður kostnaður við þær framkvæmdir sem enn er ólokið?
    Heildarkostnaður við byggingu Blönduvirkjunar nemur 17.328 millj. kr. með vöxtum á byggingartíma, en við bætist síðan kostnaður vegna stækkunar Blöndulóns sem áætlað er að nemi um 200 millj. kr. Mun því verki verða að fullu lokið á árinu 1997. Sundurliðun kostnaðar eftir árum er sýndur hér á eftir:

Árlegur framkvæmdakostnaður með vöxtum.


(Upphæðir á verðlagi ársins 1996.)



Ár

Millj. kr.

Ár

Millj. kr.

Ár

Millj. kr.

Ár

Millj. kr.



1980
2
    1984 881     1988 1.440     1992 511
1981
139
    1985 1.360     1989 1.876     1993 47
1982
1.038
    1986 1.165     1990 3.585     1994 0
1983
838
    1987 1.058     1991 3.388     1995 0


    Hvernig hefur framkvæmdin verið fjármögnuð og hver er fjármagnskostnaðurinn af lánum orðinn samtals og sundurliðaður eftir árum á núvirði? Hversu hárri fjárhæð nema ógreidd lán nú og hver er áætlaður árlegur fjármagnskostnaður vegna þeirra þar til þau eru uppgreidd og samtals?
    Lántökur vegna byggingar Blönduvirkjunar námu 12.996 millj. kr., en þar af nam eignfærður fjármagnskostnaður (vextir á byggingartíma) 2.090 millj. kr. Gjaldfærður fjármagnskostnaður eftir að Blönduvirkjun var tekin í rekstur nemur 3.795 millj. kr. til ársloka 1995. Afborgun af hluta Blönduvirkjunar í skuldum Landsvirkjunar er ekki hafin, en gert er ráð fyrir að lánin fari lækkandi frá og með árinu 2001. Árlegur fjármagnskostnaður fer eftir því hvernig meðalvextir Landsvirkjunar eru frá ári til árs en þeir sveiflast mjög eftir gengisþróun á hverjum tíma. Áætlanir gera hins vegar ráð fyrir að meðalraunvextir af lánum Landsvirkjunar muni verða 4,5% og samkvæmt því mun áætlaður fjármagnskostnaður nema 8.030 millj. kr. frá 1996 til ársins 2014.

Lántökur, fjármagnskostnaður og ógreidd lán.


(Upphæðir í millj. kr. á verðlagi ársins 1996.)



Þar af eignfærður

Ógreidd lán


Ár

Lántökur

fjármagnskostnaður

í árslok



1980          
2
0 2
1981          
104
3 106
1982          
779
62 884
1983          
628
55 1.513
1984          
661
219 2.174
1985          
1.020
217 3.194
1986          
874
304 4.067
1987          
793
144 4.861
1988          
1.080
349 5.941
1989          
1.407
359 7.348
1990          
2.689
37 10.037
1991          
2.541
342 12.578
1992          
384
0 12.961
1993          
35
0 12.996
1994          
0
0 12.996
1995          
0
0 12.996


    Hverjar hafa verið tekjur af sölu rafmagns frá Blönduvirkjun og hver hafa verið rekstrargjöld virkjunarinnar samtals og sundurliðað eftir árum, á núvirði?
    Unnt er að leiða að því rök að Landsvirkjun hefði getað mætt raforkuþörf sinni frá því að Blönduvirkjun var tekin í notkun og til ársloka 1995 án þess að styðjast við raforku frá virkjuninni. Engu að síður hefur veruleg rafmagnsframleiðsla verið í Blönduvirkjun frá upphafi vegna þess hve slíkt hefur verið hagstætt fyrir rekstur raforkukerfis Landsvirkjunar í heild sinni. Þá hefur rafmagnsframleiðsla Blönduvirkjunar komið í stað rafmagnsframleiðslu í öðrum virkjunum Landsvirkjunar á meðan þær hafa verið teknar úr rekstri vegna aðkallandi viðhalds. Með hliðsjón af þessu hafa Blönduvirkjun verið reiknaðar tekjur sem í árslok 1995 námu 1.749 millj. kr. Rekstrarkostnaður nam 536 millj. kr., afskriftir 1.430 millj. kr. og fjármagnskostnaður 3.795 millj. kr. á sama tímabili (1991–1995).

Tekjur af rafmagnssölu og rekstrargjöld.


(Upphæðir í millj. kr. á verðlagi ársins 1996.)



               1991 1992 1993 1994 1995

Tekjur af rafmagnssölu     
82
160 322 501 684
Beinn rekstrarkostnaður     
21
131 120 136 128
Afskriftir     
26
282 386 401 335
Gjaldf. fjármagnskostnaður     
0
1.082 1.192 754 767
Fé frá rekstri     
60
-1.053 -991 -389 -210


    Hverjar eru áætlaðar tekjur umfram rekstrarkostnað af sölu rafmagns frá Blönduvirkjun, árlega og í heild, til 1. október 2014 og hvað hafa þær tekjur þá nægt til að greiða mikið af áföllnum kostnaði við virkjunina frá upphafi?
    Áætlaðar tekjur umfram rekstrarkostnað (fé úr rekstri) til og með árinu 2014 nema 14.825 millj. kr. Eftirstöðvar af lánum virkjunarinnar eru þá áætlaðar 2.045 millj. kr. eða um 16% af upphaflegri skuld. Áætlað er að skuldir vegna Blönduvirkjunar verði að fullu greiddar á árinu 2016, en þá verða liðin 25 ár frá gangsetningu fyrstu vélar virkjunarinnar. Vert er að geta þess að meðalafskriftartími Blönduvirkjunar er um 50 ár.

Áætlaðar tekjur og gjöld af Blönduvirkjun til 1. október 2014.


(Upphæðir í millj. kr. á verðlagi ársins 1996.)



Fjármagnskostnaður


Ógreidd lán

(áætlaður 2% á árinu 1996

Hlutfall miðað


Ár

Fé frá rekstri

í árslok

og 4,5% eftir það)

við 21. des. 1995



1996          
460
12.996 260 100%
1997          
643
12.996 585 100%
1998          
642
12.996 585 100%
1999          
644
12.996 585 100%
2000          
645
12.996 585 100%
2001          
645
12.745 585 98%
2002          
657
12.099 574 93%
2003          
686
11.443 544 88%
2004          
715
10.757 515 83%
2005          
746
10.042 484 77%
2006          
778
9.296 452 72%
2007          
812
8.518 418 66%
2008          
847
7.706 383 59%
2009          
883
6.859 347 53%
2010          
921
5.976 309 46%
2011          
961
5.054 269 39%
2012          
1.003
4.093 227 31%
2013          
1.046
3.091 184 24%
2014          
1.091
2.045 139 16%