Ferill 226. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 226 . mál.


306. Frumvarp til lánsfjáraukalaga



fyrir árið 1996.

(Lagt fyrir Alþingi á 121. löggjafarþingi 1996.)




1. gr.


    Í stað „13.500“ í 4. tölul. 4. gr. lánsfjárlaga fyrir árið 1996 kemur: 14.500.

2. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Afgreiðsla húsbréfa var áætluð 13.500 millj. kr. í lánsfjárlögum fyrir árið 1996. Útgáfan stefnir hins vegar í að verða allt að 14.500 millj. kr. á þessu ári og er sótt um heimild Alþingis um viðbót á núverandi útgáfu sem því nemur. Eftirspurn eftir húsbréfum hefur aukist og er gert ráð fyrir að samþykkt skuldabréfaskipti húsbréfadeildar muni í lok ársins verða um 20% fleiri en í fyrra. Aukin útgáfa nú er nauðsynleg til þess að koma í veg fyrir stöðvun afgreiðslu húsbréfa í desember.
    Félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra eru sammála um að hraða eftir því sem kostur er að færa húsbréfakerfið til banka og sparisjóða. Félagsmálaráðherra mun á næstu dögum skipa nefnd til að undirbúa gerð þjónustusamnings við banka og sparisjóði er feli í sér að greiðslumat og skuldabréfaskipti í húsbréfakerfinu verði hjá bönkum og sparisjóðum þannig að þeir beri fulla ábyrgð á greiðslumatinu. Stefnt skal að því að húsbréfadeild gefi út húsbréf og noti andvirði þeirra til að endurfjármagna húsnæðislán sem bankar og sparisjóðir veita. Húsbréfadeildin kaupi lán af bönkum og sparisjóðum samkvæmt sömu reglum um lánshlutföll, hámarkslán og veðmat og deildin beitir sjálf í dag. Tillögugerð og undirbúningi nefndarinnar verði lokið fyrir 1. mars 1997.












Prentað upp.