Ferill 178. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 178 . mál.


330. Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar um sjómannaafslátt.

    Hve hárri fjárhæð nam sjómannaafsláttur samtals við álagningu gjalda 1996 vegna tekna ársins 1995, hvernig skiptist fjárhæðin milli skattumdæma og í hverju umdæmi milli:
         
    
    fiskiskipa,
         
    
    varðskipa, rannsóknarskipa, sanddæluskipa og ferjuskipa og
         
    
    farskipa sem eru í förum milli landa eða í strandsiglingum?

    Við álagningu gjalda á árinu 1996 var sjómannaafsláttur samtals 1.524,5 millj. kr. hjá 8.850 einstaklingum. Ekki liggja fyrir upplýsingar um skiptingu hans eftir því um hvers konar skip er að ræða og er ekki unnt að vinna slíkar upplýsingar úr gagnagrunni skattyfirvalda. Skipting fjárhæða og afsláttarþega eftir skattumdæmum var þessi:

Skattumdæmi

Fjöldi

Millj. kr.



Reykjavík     
1.385
224 ,7
Reykjanes     
1.841
319 ,1
Vesturland     
907
159 ,1
Vestfirðir     
928
151 ,3
Norðurland vestra     
462
78 ,0
Norðurland eystra     
1.436
258 ,0
Austurland     
966
169 ,3
Suðurland     
324
55 ,1
Vestmannaeyjar     
601
109 ,7
Samtals     
8.850
1.524 ,5


    Hve margir nutu sjómannaafsláttar samtals og í hverju skattumdæmi? Hvert var hlutfall þeirra af framteljendum og hver var veittur sjómannaafsláttur sem hlutfall af álögðum tekjuskatti einstaklinga, hvort tveggja sundurliðað eftir umdæmum?
    Alls var lagt útsvar á um 198.000 einstaklinga, en fjöldi framtalsskyldra var um 202.500. Álagður tekjuskattur til ríkisins og útsvar til sveitarfélaga voru alls um 50 milljarðar kr.

Skattumdæmi

% af framteljendum

% af tekjusköttum



Reykjavík      1
,7
1 ,1
Reykjanes      3
,7
2 ,3
Vesturland      8
,8
6 ,9
Vestfirðir      14
,2
8 ,3
Norðurland vestra      6
,2
5 ,2
Norðurland eystra      7
,3
5 ,9
Austurland      10
,3
7 ,9
Suðurland      2
,8
2 ,9
Vestmannaeyjar      17
,6
10 ,9
Samtals      4
,5
3 ,1