Ferill 151. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 151 . mál.


377. Breytingartillögurvið frv. til l. um póstþjónustu.

Frá meiri hluta samgöngunefndar (EKG, MS, EgJ, StG, ÁJ, KPál).    Við 6. gr. 1. mgr. orðist svo:
                  Íslenska ríkið hefur einkarétt á póstmeðferð eftirfarandi póstsendinga:
         1.    Lokaðra bréfapóstsendinga hvert svo sem innihald þeirra kann að vera.
         2.    Annarra lokaðra sendinga sem uppfylla skilyrði til þess að vera veitt viðtaka í póst, að svo miklu leyti sem innihald þeirra er ritaðar orðsendingar eða prentaðar tilkynningar, útfylltar með skrift, að undanskildum vörureikningum, fylgiseðlum, farmskrám og svipuðum fylgiskjölum með sendingum.
    Við 13. gr. Inngangsmálsliður 3. mgr. orðist svo: Skilyrði fyrir leyfisveitingu geta verið eitt eða fleiri þar með talið.