Ferill 248. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 248 . mál.


404. Tillaga til þingsályktunarum staðfestingu samninga um veiðar á norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 1997.

(Lögð fyrir Alþingi á 121. löggjafarþingi 1996.)    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd eftirtalda samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 1997 sem gerðir voru í Ósló 14. desember 1996:
    Sameiginlega bókun um niðurstöður fiskveiðiviðræðna um stjórnun veiða á norsk-íslenska síldarstofninum í Norðaustur-Atlantshafi á árinu 1997, ásamt bókun um sérstakar verndunarráðstafanir með tilliti til stjórnunar veiða á stofninum.
    Samning milli Íslands og Færeyja um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 1997.
    Samkomulag milli Íslands og Noregs um veiðiheimildir innan efnahagslögsögu Íslands, efnahagslögsögu Noregs og fiskveiðilögsögu Jan Mayen á árinu 1997.
    Samkomulag milli Íslands og Rússneska sambandsríkisins um veiðiheimildir innan efnahagslögsögu Íslands á árinu 1997.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á eftirtöldum samningum um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 1997 sem gerðir voru í Osló 14. desember 1996:
    1. Sameiginlegri bókun um niðurstöður fiskveiðiviðræðna um stjórnun veiða á norsk-íslenska síldarstofninum í Norðaustur-Atlantshafi á árinu 1997, ásamt bókun um sérstakar verndunarráðstafanir með tilliti til stjórnunar veiða á stofninum; 2. Samningi milli Íslands og Færeyja um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 1997; 3. Samkomulagi milli Íslands og Noregs um veiðiheimildir innan efnahagslögsögu Íslands, efnahagslögsögu Noregs og fiskveiðilögsögu Jan Mayen á árinu 1997; og 4. Samkomulagi milli Íslands og Rússneska sambandsríkisins um veiðiheimildir innan efnahagslögsögu Íslands á árinu 1997. Sameiginlega bókunin er prentuð sem fylgiskjal I.a. með þingsályktunartillögu þessari og bókunin um sérstakar verndunarráðstafanir sem fylgiskjal I.b. Samningurinn við Færeyjar er prentaður sem fylgiskjal II, samkomulagið við Noreg sem fylgiskjal III og samkomulagið við Rússland sem fylgiskjal IV.
    Hinn 6. maí 1996 var undirrituð í Osló bókun um verndun, skynsamlega nýtingu og stjórnun veiða á norsk-íslenska síldarstofninum í Norðaustur-Atlantshafi. Aðilar eru strandríkin fjögur: Ísland, Færeyjar, Noregur og Rússland. Þau skuldbinda sig í bókuninni til að starfa saman að verndun síldarstofnsins, skynsamlegri nýtingu hans og stjórn veiða úr honum í því skyni að tryggja sjálfbæra nýtingu stofnsins til langs tíma. Önnur langtíma markmið koma fram í bókuninni. Samkvæmt lið 6.2. í bókuninni skulu aðilar í viðræðum sínum um skiptingu aflaheimilda á komandi árum taka mið af breytingum sem verða á dreifingu stofnsins. Á grundvelli þessa ákvæðis var komið á fót vinnuhópi vísindamanna til að fylgjast með og meta þróun og dreifingu stofnsins í þessu skyni.
    Hins vegar var ekki kveðið á um skiptingu heildarafla samningsaðila nema fyrir árið 1996. Samkvæmt lið 2.1. í bókuninni var heildarafli landanna fjögurra á árinu 1996 ákveðinn 1.107 þúsund lestir og skiptist hann þannig að í hlut Íslands komu 190 þúsund lestir, í hlut Færeyja komu 86 þúsund lestir, í hlut Noregs 695 þúsund lestir og 156 þúsund lestir í hlut Rússlands. Veiðum Íslendinga lauk í júní á þessu ári og numu þær u.þ.b. 166 þúsund lestum.
    Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki samkomulag við Evrópubandalagið um takmarkanir á veiðum þess á árinu 1996 og ákvarðaði það sér einhliða 150 þúsund lesta kvóta. Evrópubandalagið telur hins vegar að skip frá aðildarríkjum þess hafi veitt um 188 þúsund lestir.
    Vegna veiða á árinu 1997 var talið brýnt að ná samkomulagi allra aðila sem stunda veiðar úr stofninum. Viðræður strandríkjanna fjögurra og Evrópubandalagsins fóru fyrst fram í Lundúnum 18. og 19. nóvember 1996 og var þeim fram haldið í Osló 12. til 14. desember 1996. Á síðarnefnda fundinum náðist samkomulag um þá samninga sem hér um ræðir.
    Niðurstaða viðræðnanna kemur fram í sameiginlegri bókun, sbr. fylgiskjal I.a. Samkvæmt bókuninni verður heildarafli aðilanna á árinu 1997 1.498 þúsund lestir en samkvæmt sérstakri bókun er Rússland skuldbundið til þess að veiða ekki 12 þúsund lestir af þeim kvóta sem í þess hlut kemur, sbr. fylgiskjal I.b. Aflinn skiptist þannig að í hlut Íslands og Færeyja koma 315 þúsund lestir, í hlut Evrópubandalagsins 125 þúsund lestir, í hlut Noregs 854 þúsund lestir og í hlut Rússlands 192 þúsund lestir.
    Í bókuninni er gert ráð fyrir að aðilar komi sér saman í sérstökum tvíhliða samningum um frekara fyrirkomulag veiða, meðal annars um heimildir til veiða í lögsögu hvers annars. Samkvæmt samningi milli Íslands og Færeyja er framangreindum kvóta þeirra skipt þannig að í hlut Íslands koma 233 þúsund lestir en 82 þúsund lestir í hlut Færeyja. Samningurinn kveður á um að skipum hvors aðila verði heimilt að veiða í lögsögu hins á árinu með sama hætti og var á árinu 1996. Sjá fylgiskjal II.
    Einnig var gengið frá samningi milli Íslands og Noregs. Samkvæmt honum fá íslensk skip ótakmarkaðan aðgang að lögsögunni við Jan Mayen og mega veiða 10 þúsund lestir af kvóta Íslands í efnahagslögsögu við meginland Noregs. Samkvæmt samningnum fá norsk skip heimild til að veiða allt að 166 þúsund lestir í íslenskri lögsögu á árinu 1997, sbr. fylgiskjal III. Jafnframt var gerður samningur milli Íslands og Rússlands þar sem rússneskum skipum er veitt heimild til að veiða allt að 6.500 lestir á takmörkuðu svæði í austurhluta efnahagslögsögu Íslands, sbr. fylgiskjal IV.
    Bókuninni og öðrum samningum skal beitt til bráðabirgða frá og með 1. janúar 1997. Bókunin og samningarnir öðlast gildi þegar allir aðilar hafa tilkynnt hver öðrum um að nauðsynlegri málsmeðferð sé lokið.
    Á ársfundi Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) 20. til 22. nóvember 1996 var samþykkt að þau ríki sem stunda veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum skuli tilkynna vikulega um afla skipa sinna auk þess sem þau skuli tilkynna skrifstofu NEAFC hvaða skip hafi leyfi til veiða úr stofninum. Ennfremur var stofnuð vinnunefnd aðildarríkja til þess að semja nánari reglur um eftirlit með veiðum á Norðaustur-Atlantshafi. Tillögur að framtíðarskipan eftirlitsmála munu liggja fyrir á árinu 1997.
    Með því samkomulagi sem í fyrrgreindum samningum felst hefur í fyrsta sinn tekist að ná heildarstjórnun á veiðum úr norsk-íslenska síldarstofninum, þ.e.a.s. samkomulagi allra þeirra aðila sem stunda veiðar úr stofninum. Augljóst er að Ísland á mjög mikið undir því að síldarstofninn taki upp fyrra göngumynstur þegar síldin gekk í ríkum mæli á Íslandsmið. Ólíklegt er að það gerist fyrr en stórir árgangar síldar fá að vaxa upp enda er talið að uppistaða síldargangna til Íslands hafi verið eldri árgangar stofnsins. Hagsmunir Íslands af því að koma í veg fyrir ofveiði stofnsins eru því miklir. Samkomulagið, sem hér um ræðir, hlýtur að teljast forsenda þess að markmiðinu um uppbyggingu stofnsins verði náð.Fylgiskjal I.a.


    

SAMEIGINLEG BÓKUN


um niðurstöður fiskveiðiviðræðna um


stjórnun veiða á norsk-íslenska


síldarstofninum í Norðaustur-Atlantshafi


á árinu 1997
    1. Sendinefnd Evrópubandalagsins undir forystu Ole Tougaard, sendinefnd Færeyja undir forystu Kaj P. Mortensen, sendinefnd Íslands undir forystu Jóhanns Sigurjónssonar, sendinefnd Noregs undir forystu Dag Erling Stai og sendinefnd Rússneska sambandsríkisins undir forystu dr. Vjacheslav K. Zilanov hittust í Osló dagana 12. til 14. desember 1996 til að eiga viðræður um stjórnun veiða á norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 1997. Fundurinn var framhald fundar sem var haldinn í London 18. til 19. nóvember 1996.


    2. Formenn sendinefndanna komu sér saman um að leggja til, hver við sín yfirvöld, að því fyrirkomulagi um stjórnun veiða á norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 1997, sem greinir í viðauka við bókun þessa, verði komið á.
    3. Bókun þessari, ásamt tvíhliða samningum sem tengjast framkvæmd hennar, skal beitt til bráðabirgða frá og með 1. janúar 1997 og öðlast bókunin og samningarnir gildi þegar allir aðilar hafa tilkynnt hver öðrum um að nauðsynlegri málsmeðferð sé lokið.

    Gjört í Osló 14. desember 1996 í fimm frumeintökum á ensku. Aðilar skulu koma sér saman um opinbera texta bókunar þessarar á ensku, færeysku, íslensku, norsku og rússnesku.
    
    Ole Tougaard
    Fyrir sendinefnd Evrópubandalagsins
    
    Kaj P. Mortensen
    Fyrir sendinefnd Færeyja

    Jóhann Sigurjónsson
    Fyrir sendinefnd Íslands
    
    Dag Erling Stai
    Fyrir sendinefnd Noregs
    
    Vjacheslav K. Zilanov
    Fyrir sendinefnd Rússneska sambandsríkisins


VIÐAUKI


    
    1. Aðilar voru sammála um að leggja til grundvallar að leyfilegur heildarafli úr norsk-íslenska síldarstofninum sé 1.500.000 lestir á árinu 1997.

    
    2. Samkvæmt framantöldu voru aðilar sammála um að takmarka veiðar sínar úr norsk-íslenska síldarstofninum við 1.498.000 lestir á grundvelli eftirfarandi kvóta:
    Evrópubandalagið     
125.000 lestir*

    Færeyjar og Ísland     
315.000 lestir*

    Noregur               
854.000 lestir

    Rússneska sambandsríkið     
204.000 lestir

    
    3. Aðilar koma sér tvíhliða saman um aðrar ráðstafanir, m.a. um heimildir til veiða í fiskveiðilögsögu hvers annars og önnur skilyrði fyrir veiðum þar.
    
    * Færeyjar og Evrópubandalagið munu í tvíhliða samningi skiptast á 5.000 lestum.


AGREED RECORD


of Conclusions of Fisheries


Consultations on the Management of the


Norwegian Spring Spawning Herring


(Atlanto-Scandian herring) Stock in the


Northeast Atlantic for 1997


    
    1. A Delegation of the European Community headed by Mr. Ole Tougaard, a Delegation of the Faroe Islands headed by Mr. Kaj P. Mortensen, a Delegation of Iceland headed by Mr. Jóhann Sigurjónsson, a Delegation of Norway headed by Mr. Dag Erling Stai and a Delegation of the Russian Federation, headed by Dr. Vjacheslav K. Zilanov met in Oslo from 12 – 14 December 1996 to consult on management of the Norwegian Spring Spawning Herring (Atlanto-Scandian Herring) stock for 1997. The meeting was a continuation of a previous meeting held in London 18 – 19 November 1996.
    2. The Heads of Delegations agreed to recommend to their respective authorities the arrangements for the regulation of the Norwegian Spring Spawning Herring (Atlanto-Scandian Herring) stock in 1997 set out in the Annex to this Agreed Record.
    3. This Agreed Record, including the bilateral arrangements related to the implementation of this Agreed Record, shall be applied provisionally from 1 January 1997 and enter into force when all Parties have notified each other of the completion of their necessary procedures.
    
    Done at Oslo on 14 December 1996 in five originals in English. The Parties shall agree on official texts of this Agreed Record in English, Faroese, Icelandic, Norwegian and Russian.
                                  
    Ole Tougaard                    
    For the Community Delegation     
    
    Kaj P. Mortensen
    For the Delegation of the Faroe Islands
    
    Jóhann Sigurjónsson               
    For the Delegation of Iceland
    
    Dag Erling Stai
    For the Delegation of Norway
    
    Vjacheslav K. Zilanov
    For the Delegation of the Russian Federation


ANNEX


    
    1. Tha Parties agreed to take as a basis a TAC (total allowable catch) for the Norwegian Spring Spawning Herring (Atlanto-Scandian Herring) stock, hereinafter referred to as herring, of 1.500.000 tonnes in 1997.
    2. In keeping with the above, the Parties agreed to restrict their fishing on the herring stock in 1997 to a maximum limit of 1.498.000 tonnes on the basis of the following quotas:
    The European Community
125.000 tonnes*

    The Faroe Islands and Iceland     
315.000 tonnes*

    Norway     
854.000 tonnes

    The Russian Federation
204.000 tonnes

    
    3. Further arrangements, including arrangements for access and other conditions for fishing in the respective zones of fisheries jurisdiction of the Paraties, are regulated by bilateral arrangements.
    
    * Within the bilateral arrangements, the Faroe Islands and the European Community will exchange 5.000 tonnes.


Fylgiskjal I.b.
    

    

BÓKUN


um sérstakar verndunarráðstafanir


með tilliti til stjórnunar veiða á


norsk-íslenska síldarstofninum


á árinu 1997


    
    Með vísan til liðar 2.1. í bókun um verndun, skynsamlega nýtingu og stjórnun veiða á norsk-íslenska síldarstofninum í Norðaustur-Atlantshafi og sameiginlegrar bókunar um niðurstöður fiskveiðiviðræðna um stjórnun veiða á norsk-íslenska síldarstofninum í Norðaustur-Atlantshafi á árinu 1997 sem undirrituð var í dag.
    
    
    
    Rússneska sambandsríkið skal láta 12.000 lestir af kvóta sínum á árinu 1997 í efnahagslögsögu sinni í Barentshafi óveiddar í verndunarskyni.
    

    Gjört í Osló 14. desember 1996 í fjórum frumeintökum á ensku.
    
    Kaj P. Mortensen
    Fyrir sendinefnd Færeyja
    
    Jóhann Sigurjónsson
    Fyrir sendinefnd Íslands
    
    Dag Erling Stai
    Fyrir sendinefnd Noregs
    
    Vjacheslav K. Zilanov
    Fyrir sendinefnd Rússneska sambandsríkisins
    

UNDERSTANDING


on Special Conservation Measures with


Respect to Management of the


Norwegian Spring Spawning Herring


(Atlanto-Scandian Herring) Stock in 1997    With reference to Article 2.1. of the Protocol on the Conservation, Rational Utilisation and Management of Norwegian Spring Spawning Herring (Atlanto-Scandian Herring) in the Northeast Atlantic and with reference to the Agreed Record of Conclusions of Fisheries Consultations on the Management of the Norwegian Spring Spawning Herring (Atlanto-Scandian herring) Stock in the Northeast Atlantic for 1997 signed today.
    
    The Russian Federation shall reserve for conservation purposes 12,000 tons of its quota for 1997 in its Exclusive Economic Zone in the Barents Sea.
    
    Done at Oslo on 14 December 1996 in four originals in English.
    
    Kaj P. Mortensen
    For the Delegation of the Faroe Islands
    
    Jóhann Sigurjónsson
    For the Icelandic Delegation
    
    Dag Erling Stai
    For the Delegation of Norway
    
    Vjacheslav K. Zilanov
    For the Delegation of the Russian Federation


Fylgiskjal II.
    

SAMNINGUR


milli Íslands og Færeyja


um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 1997.


    
    
    Ísland og Færeyjar
    vísa til niðurstöðu samningaviðræðna um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 1997 milli Evrópubandalagsins, Færeyja, Íslands, Noregs og Rússlands í Osló 14. desember 1996,
    hafa komið sér saman um eftirfarandi:
    

1. gr.

    Aflahlutdeild Íslands í norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 1997 skal vera 233.000 lestir og aflahlutdeild Færeyja 82.000 lestir.
         

2. gr.

    Ísland heimilar færeyskum veiðiskipum veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum innan efnahagslögsögu Íslands samkvæmt þeim reglum sem gilda um veiðar þar.
    Færeyjar heimila íslenskum veiðiskipum veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum innan fiskveiðilögsögu Færeyja samkvæmt þeim reglum sem gilda um veiðar þar.
    

3. gr.

    Hvor aðili um sig skal tilkynna lista með þeim veiðiskipum sem hyggjast stunda veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum innan lögsögu hins aðilans. Veiðiskip sem eru á listum þessum hafa ein rétt til veiða innan lögsögu þess aðila.
    Áður en veiðar hefjast skal tilkynna viðkomandi yfirvöldum um nafn skips og veita aðrar upplýsingar er máli skipta.
    Skip skal tilkynna um komu inn í lögsögu og staðarákvörðun og gefa upplýsingar um afla sem veiddur hefur verið fyrir komu inn í lögsöguna og síðan daglega tilkynna um staðarákvörðun og afla. Þegar farið er úr lögsögu skal tilkynna um áætlað aflamagn.
    

4. gr.

    Til að tryggja skipulegar veiðar getur landsstjórn Færeyja takmarkað fjölda íslenskra skipa sem stunda samtímis veiðar innan fiskveiðilögsögu Færeyja við 25 skip og íslensk stjórnvöld takmarkað fjölda færeyskra skipa sem stunda veiðar samtímis innan efnahagslögsögu Íslands við 8 skip.
    

5. gr.

    Samningur þessi hefur ekki fordæmisgildi gagnvart samningum milli aðila í framtíðinni.     
    
    Gjört í Osló 14. desember 1996 í tveimur eintökum, öðru á íslensku og hinu á færeysku.
    
         Fyrir hönd íslensku     Fyrir hönd færeysku
         sendinefndarinnar:     sendinefndarinnar:
         Jóhann Sigurjónsson     Kaj P. MortensenFylgiskjal III.
    

    

SAMKOMULAG


milli Íslands og Noregs um veiðiheimildir


innan efnahagslögsögu Íslands,


efnahagslögsögu Noregs og fiskveiðilögsögu


Jan Mayen á árinu 1997


    
    Í samræmi við 3. tl. viðauka við sameiginlega bókun frá 14. desember 1996 um niðurstöðu fiskveiðiviðræðna milli Evrópubandalagsins, Færeyja, Íslands, Noregs og Rússneska sambandsríkisins um stjórnun veiða á norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 1997 hafa verið gerðir sérstakir tvíhliða samningar um veiðar aðila í fiskveiðilögsögu hvers annars.
    
    

    
    Að því er varðar Ísland og Noreg verður fyrirkomulagið sem hér segir:
    
    Íslenskum fiskiskipum er á árinu 1997 heimilt að veiða allt að 233 þúsund lestir af síld í fiskveiðilögsögu Jan Mayen og í efnahagslögsögu Noregs norðan 62°N, þar af að hámarki 10 þúsund lestir í efnahagslögsögu Noregs norðan 62°N.
    
    
    Norskum fiskiskipum er heimilt að veiða allt að 166 þúsund lestir af síld í efnahagslögsögu Íslands á árinu 1997.
    
    Aðilar munu semja um nánari skilyrði varðandi veiðarnar.
    
    Gjört í Ósló 14. desember 1996
    
    Fyrir hönd íslensku sendinefndarinnar:
    Jóhann Sigurjónsson
    
    Fyrir hönd norsku sendinefndarinnar:
    Dag Erling Stai
    
    

ARRANGEMENT


between Iceland and Norway


on access to the Icelandic Economic Zone


and the Norwegian Economic Zone and the


Fishery Zone around Jan Mayen in 1997


    
    In accordance with paragraph 3 of the Annex to the Agreed Record dated 14 December 1996 of conclusions of fisheries consultations between the European Community, the Faroe Islands, Iceland, Norway and the Russian Federation on the management of the Norwegian Spring Spawning Herring (Atlanto-Scandian Herring) Stock in the Northeast Atlantic for 1997, separate bilateral arrangements on access to the respective zones of fisheries jurisdiction of the Parties have been concluded.
    
    The following arrangement between Iceland and Norway shall apply:
    
    Icelandic fishing vessels are granted access in 1997 to fish 233,000 tonnes of herring in the Fishery Zone around Jan Mayen or in the Norwegian Economic Zone north of 62° N of which a maximum of 10,000 tonnes of herring may be fished in the Norwegian Economic Zone north of 62° N.
    
    Norwegian fishing vessels are granted access in 1997 to fish 166,000 tonnes of herring in the Icelandic Economic Zone.
    
    The Parties will agree upon further provisions on the conditions of the fisheries.
    
    Done at Oslo, 14 December 1996
    
    For the Icelandic delegation:
    Jóhann Sigurjónsson          
    
    For the Norwegian delegation:
    Dag Erling Stai

Fylgiskjal IV.


SAMKOMULAG


milli Íslands og Rússneska


sambandsríkisins um veiðiheimildir


innan efnahagslögsögu Íslands á


árinu 1997


    
    1. Með vísan til sameiginlegrar bókunar um niðurstöður viðræðna um stjórnun veiða á norsk-íslenska síldarstofninum í Norðaustur-Atlantshafi á árinu 1997, sem undirrituð var í dag af Íslandi, Færeyjum, Noregi, Rússneska sambandsríkinu og Evrópubandalaginu , hafa sendinefndir Íslands og Rússneska sambandsríkisins komið sér saman um að rússneskum fiskiskipum verði veitt heimild til að veiða á árinu 1997 allt að 6.500 lestir af síld innan efnahagslögsögu Íslands utan línu sem er dregin milli eftirtalinna punkta:
    
    
    A. 64°00'N-09°00'V
    B. 67°00'N-09°00'V
    C. 69°25'N-13°00'V
    
    2. Rússnesk yfirvöld skulu tilkynna íslenska sjávarútvegsráðuneytinu fyrirfram um hvaða fiskiskip hyggjast stunda fiskveiðar innan efnahagslögsögu Íslands og hvaða gerð veiðarfæra verði notuð. Þeim er ekki heimilað að hefja fiskveiðar fyrr en sjávarútvegsráðuneytið hefur veitt samþykki sitt fyrir veiðum þeirra.
    
    3. Eftirfarandi reglur gilda um tilkynningar til Landhelgisgæslu Íslands um veru rússneskra skipa innan efnahagslögsögu Íslands og veiðar þeirra þar:
    
    A. Öll fiskiskip skulu tilkynna, með mest 12 klukkustunda fyrirvara en minnst 6 klukkustunda fyrirvara, um komu sína inn í efnahagslögsögu Íslands og láta í té upplýsingar um aflann um borð.
    
    B. Öll fiskiskip skulu tilkynna daglega, milli klukkan tíu fyrir hádegi og tólf á hádegi á meðan þau eru innan efnahagslögsögu Íslands, um staðsetningu sína og láta í té upplýsingar um aflann undangengnar 24 klukkustundir.

    C. Þegar skip siglir út úr efnahagslögsögu Íslands ber að tilkynna það og láta í té upplýsingar um allan afla um borð.


    4. Fara skal að með sérstakri gát ef skip eru þétt saman að veiðum á fiskveiðisvæði. Sýna ber hringnótaskipum sérstaka tillitssemi.
    
    
    Osló, 14. desember 1996
    
    Fyrir hönd sendinefndar Íslands
    Jóhann Sigurjónsson
    
    Fyrir hönd sendinefndar
    Rússneska sambandsríkisins
    V. Zilanov

    
    

ARRANGEMENT


between Iceland and the Russian


Federation on Access to the Icelandic


Economic Zone in 1997


    

    1. With reference to the Agreed Record of Conclusions signed today between Iceland, the Faroe Islands, Norway, the Russian Federation and the European Community on the Management of the Norwegian Spring Spawning herring (Atlanto-Scandian herring) stock in the Northeast Atlantic for 1997 the Delegations of Iceland and the Russian Federation have agreed that Russian fishing vessels be granted access in 1997 to take up to 6.500 tonnes of herring within the Icelandic Economic Zone outside a line drawn between the following points:
    
    A. 64°00'N-09°00'W
    B. 67°00'N-09°00'W
    C. 69°25'N-13°00'W
    
    2. Russian authorities shall notify the Icelandic Ministry of Fisheries in advance as to which fishing vessels intend to engage in fisheries within the Icelandic Economic Zone and the type of fishing gear to be used. They are not authorised to commence fishing until the Ministry of Fisheries has agreed to their fishing.
    
    3. Regarding notification to the Icelandic Coast Guard on the presence and fishing of Russian vessels within the Icelandic Economic Zone, the following rules shall apply:
    
    A. Each fishing vessel shall, at a notice of 12 hours maximum but 6 hours minimum, notify of its arrival into the Icelandic Economic Zone and provide information on the catch onboard.
    
    B. Each fishing vessel shall notify daily between 10 a.m. and 12 noon, while within the Icelandic Economic Zone, of the vessel's position and provide information on the last 24 hours' catch.
    

    C. A notification shall be given when a vessel sails out of the Icelandic Economic Zone and information shall be provided on the total catch onboard.

    4. In case of high density of fishing vessels in a fishing area, the fishing operations shall be carried out with particular caution. Special consideration shall be shown towards purse seine fishing vessels.
    Oslo, December 14, 1996
    
    For the delegation of Iceland     
    Jóhann Sigurjónsson
    
    For the delegation of the
    Russian Federation
    V. Zilanov