Ferill 249. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 249 . mál.


409. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um málefni heyrnarskertra og heyrnarlausra.

Frá Svanfríði Jónasdóttur.



    Hvenær má vænta þess að íslenska táknmálið, sem er eina mál margra Íslendinga, verði viðurkennt sem móðurmál þeirra?
    Hafa verið gerðar, eða eru í undirbúningi, ráðstafanir af hálfu Ríkisútvarpsins til að mæta þörfum þeirra rúmlega 20.000 heyrnarskertu og heyrnarlausu Íslendinga sem talið er að þurfi texta með öllu sjónvarpsefni?
    Hefur verið tekin afstaða til þess að áríðandi fréttir í sjónvarpi séu bæði textaðar og túlkaðar?
    Hver er áætluð þörf fyrir táknmálstúlka á næstu árum, hvaða menntunarkostir bjóðast þeim sem vilja læra táknmálstúlkun og hversu margir eru við slíkt nám nú?
    Hefur verið skoðað sérstaklega við endurskoðun á lögunum um LÍN að sjóðurinn geti lánað heyrnarlausum þegar þeir eru komnir á tiltekinn aldur og hafa ekki getað lokið framhaldsskóla á tilsettum tíma vegna skorts á táknmálstúlkun?


Skriflegt svar óskast.