Ferill 211. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 211 . mál.


514. Svar



umhverfisráðherra við fyrirspurn Gunnlaugs M. Sigmundssonar um íslenska refastofninn.

    Hver er áætluð stofnstærð íslenska refastofnsins? Hvaða aðferðum er beitt við mat á henni?
    Eftirfarandi tafla sýnir áætlaða stærð refastofnsins á árunum 1978–1994. Miðað er við fjölda að hausti eftir að veiðum er að mestu lokið.


Ár

Stofn

Óvissumörk (%)




1978          
1.292
21 ,05
1979          
1.372
20 ,14
1980          
1.515
21 ,60
1981          
1.599
19 ,07
1982          
1.752
19 ,06
1983          
1.785
17 ,36
1984          
1.897
16 ,27
1985          
1.992
19 ,17
1986          
2.104
20 ,38
1987          
2.341
22 ,15
1988          
2.422
23 ,95
1989          
2.635
25 ,96
1990          
2.695
28 ,53
1991          
2.820
30 ,40
1992          
3.050
32 ,71
1993          
3.299
35 ,20
1994          
3.746
37 ,42

    Við mat á stærð refastofnsins er notuð svokölluð aldursaflaaðferð sem byggist á tölfræðilegri úrvinnslu á aldri dýra í veiði. Stærð hvers árgangs er miðuð við nýliðun að hausti og reiknuð út frá veiðum úr árganginum á næstu árum. Stofnstærð á hverjum tíma er þá nýliðun viðkomandi árs auk þeirra refa úr eldri árgöngum sem enn eru á lífi. Endanlegt mat á stærð refastofnsins árið 1994 fæst ekki fyrr en eftir u.þ.b. tíu ár, þ.e. þegar allur stofninn hefur endurnýjast og fara óvissumörk lækkandi þar til endanleg tala er fengin.
    Rannsóknir, sem byggjast á veiðitölum allt frá árinu 1855, benda til að stærð refastofnsins hafi verið sveiflukennd. Samkvæmt rannsóknum var mest um refi á árunum 1865–1875, 1930–1949 og 1950–1960. Minnst var um refi á árunum 1900–1915 og 1970–1980 og fer stofninn nú vaxandi.

    Hver er áætluð dreifing refastofnsins á einstök landsvæði/kjördæmi?
    Ekki hafa verið gerðar sérstakar rannsóknir á dreifingu stofnsins eftir landsvæðum eða kjördæmum. Eftirfarandi tölur eru unnar út frá veiðiskýrslum sveitarfélaga fyrir árið 1994 og gefa þær vísbendingu um dreifingu stofnsins.


Fjöldi unninna

Fjöldi veiddra dýra


Kjördæmi

grenja

að yrðlingum meðtöldum




Reykjavík
0
0
Reykjanes
14
112
Vesturland
77
660
Vestfirðir
93
793
Norðurland vestra
81
570
Norðurland eystra
43
255
Austurland
68
416
Suðurland
43
376


    Hvað hafa verið felldir margir refir á hverju ári á tímabilinu 1990–95?
    Fjöldi veiddra refa á tímabilinu (að yrðlingum meðtöldum) var eftirfarandi:

Ár

Fjöldi



1990          
2.839

1991          
2.866

1992          
2.969

1993          
3.079

1994          
3.182

1995          
3.005


    Hvaða breytingar má ætla að verði á stofnstærð íslenska refastofnsins ef allar veiðar á ref leggjast af?
    Heimildir frá fyrri öldum benda til að yfirleitt hafi verið mikið um ref í landinu. Vitað er um sveiflur í stærð stofnsins en ekki er þekkt hvort þær eru reglubundnar eða tilviljanakenndar. Kostnaður við veiðarnar færðist að hluta yfir á ríkissjóð árið 1949 og að 2 / 3 hlutum árið 1958 og það ár var embætti veiðistjóra stofnað. Þessum breytingum fylgdi aukið veiðiálag á stofninn og virðist það hafa valdið því að refum fækkaði jafnt og þétt fram til 1970. Síðan hefur refum fjölgað stöðugt og er skýringin einkum talin liggja í tvennu:
    Náttúrulegum viðbrögðum stofnsins við auknu veiðiálagi en þau komu fram í aukinni frjósemi dýranna þannig að yrðlingar urðu fleiri á hverju greni auk þess að gelddýrum fækkaði.
    Auknu framboði á fæðu, m.a. vegna mikillar aukningar á útbreiðslu fýls sem hefur orðið æ mikilvægari þáttur í fæðu refsins.
    Frjósemi refa er enn há en geldtíðni fer vaxandi. Því er líklegt að refastofninn haldi áfram að vaxa enn um sinn. Ef allar refaveiðar leggjast af má fastlega reikna með að stofninn vaxi hraðar en ella en hámarksfjöldi refa í landinu ræðst af fæðuskilyrðum á hverjum tíma.