Ferill 312. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 312 . mál.


573. Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um ástand flórgoðastofnsins.

Frá Össuri Skarphéðinssyni.



    Hvaða upplýsingar liggja fyrir um þróun stofnstærðar flórgoða?
    Hvar á landinu er hann nú að finna?
    Hvaða upplýsingar liggja fyrir um þróun stofnsins á Suðurlandi?
    Hverjar telja sérfræðingar ráðuneytisins vera helstu skýringar á fækkun tegundarinnar?
    Er fyrirhugað að rannsaka sérstaklega áhrif minks á viðkomu tegundarinnar?
    Hvaða aðrar rannsóknir eru fyrirhugaðar á flórgoða?
    Er fyrirhugað að gera sérstaka verndaráætlun fyrir tegundina, og sé svo, hvenær er áætlað að hún liggi fyrir?


Skriflegt svar óskast.