Ferill 328. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 328 . mál.


592. Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um umhverfismál járnblendiverksmiðju í Hvalfirði.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



    Hvernig hefur verið staðið að rekstri járnblendiverksmiðju í Hvalfirði með tilliti til 11. greinar laga nr. 18/1977?
    Hvaða meginkröfur um takmörkun á losun mengandi efna er að finna í starfsleyfi verksmiðjunnar?
    Hvernig hefur verksmiðjan uppfyllt sett skilyrði, m.a. með viðhaldi á mengunarvarnabúnaði? Frávik frá eðlilegum rekstri mengunarvarnabúnaðar óskast tilgreind, t.d. sl. 5 ár.
    Hvernig hefur eftirliti með ákvæðum starfsleyfis verksmiðjunnar verið háttað frá upphafi og þar til nú? Hafi eftirliti verið ábótavant, hverjar eru þá ástæður þess?
    Hefur verksmiðjan uppfyllt kröfur samkvæmt starfsleyfi undanfarin misseri?
    Hvers vegna hefur starfsleyfið ekki verið endurskoðað?

Greinargerð.


    Í lögum um járnblendiverksmiðju í Hvalfirði, nr. 18/1977, 11. grein, stendur: „Hlutafélaginu ber að gera varúðarráðstafanir til að varna tjóni á umhverfi verksmiðjunnar við Grundartanga af hennar völdum, og skulu hönnun verksmiðjunnar, bygging og rekstur í öllu vera í samræmi við núgildandi og síðari lög og reglugerðir hér á landi varðandi mengunarvarnir og náttúruvernd og öryggi, heilbrigði og hreinlæti á vinnustað, og þá staðla, sem settir eru samkvæmt þeim.
    Áður en framleiðsla hefst skal gerð líffræðileg athugun á umhverfi verksmiðjunnar, þannig að fylgjast megi með áhrifum hennar á lífríkið. Ríkisstjórnin ákverður tilhögun athugunarinnar að fengnum tillögum Náttúruverndarráðs, og skal hlutafélagið greiða allan kostnað við framkvæmd hennar.“


Skriflegt svar óskast.