Ferill 332. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 332 . mál.


603. Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um hagsmunatengsl, stjórnargreiðslur, lífeyrisgreiðslur og ferða- og bílahlunnindi stjórnenda ríkisbankanna.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



    Í hvaða eftirfarandi stjórnum sjóða, fyrirtækja, stofnana og dóttur- og hlutdeildarfyrirtækja Landsbankans, Búnaðarbankans og Seðlabankans hafa einstakir stjórnendur bankanna átt sæti, sundurliðað þannig að fram komi formennska eða önnur stjórnarseta, hve oft sami aðilinn átti sæti í hinum ýmsu sjóðum, fyrirtækjum eða félögum, hve háar einstakar árlegar greiðslur voru hjá hinum ýmsu sjóðum eða fyrirtækjum, sundurgreint eftir árunum 1994–96:
         
    
    fyrir Landsbankann: Landsbréfa, auk þriggja sjóða sem starfa á vegum Landsbréfa hf., Hamla hf., Lýsingar hf., Lindar hf., Greiðslumiðlunar hf., Kreditkorta hf., Reiknistofu bankanna, RAS-nefndar, Sambands íslenskra viðskiptabanka, Fiskveiðasjóðs Íslands, Útflutningslánasjóðs, Þróunarfélags Íslands, dótturfélaganna Regins hf., Kirkjusands hf., Rekstrarfélagsins hf. og samninganefndar bankanna,
         
    
    fyrir Búnaðarbankann: Stofnlánadeildar landbúnaðarins, Greiðslumiðlunar hf., Kreditkorta hf., Reiknistofu bankanna, Lýsingar hf., Sambands íslenskra viðskiptabanka, samninganefndar bankanna, Tryggingarsjóðs viðskiptabanka, Þróunarfélags Íslands hf. og Kaupþings hf.,
         
    
    fyrir Seðlabankann: Fiskveiðasjóðs Íslands, Verðbréfaþings Íslands, Reiknistofu bankanna, Tryggingarsjóðs innlánsdeilda kaupfélaga og samstarfsnefndar um bankaeftirlit?
                  Óskað er eftir að fram komi árlegar heildargreiðslur að viðbættum árlegum launagreiðslum hvers og eins á þessu tímabili, þar með taldar greiðslur fyrir setu í bankaráði, risnugreiðslur og aðrar greiðslur eða fríðindi.
    Er að mati ráðherra í einhverjum framangreindra tilvika um að ræða óeðlileg hagsmunatengsl sem brjóta í bága við samkeppnislög eða eðlilega viðskiptahætti bankanna?
    Hafa bankastjórar ríkisbanka og Seðlabanka sömu bílafríðindi og ráðherrar? Ef svo er, hversu margir bankastjórar hafa árlega sl. sex ár, sundurgreint eftir bönkum, nýtt sér kaup á eigin bifreið og hversu margir hafa afnot af bílum í eigu bankanna? Ef um er að ræða eigin bifreiðar, hvert var verðmæti þeirra bifreiða sem greitt var fyrir og af hvaða verðmæti var fyrning reiknuð?
    Hver var ferða- og dvalarkostnaður banka- og aðstoðarbankastjóra ríkisbanka og Seðlabanka, sundurliðað eftir bönkum, árunum 1994–96 og því hvort um er að ræða ferðir utan eða innan lands? Hvaða reglur gilda hjá einstökum bönkum um ferða- og dvalarkostnað og um dagpeninga maka bankastjóra?
    Hverjar voru meðallífeyrisgreiðslur og hæstu greiðslur á árunum 1995 og 1996 til stjórnenda Landsbanka, Búnaðarbanka og Seðlabanka sem komnir eru á eftirlaun? Hve margir þeirra nutu greiðslna úr öðrum lífeyrissjóðum, og þá hverjum, og hve háar voru heildarlífeyrisgreiðslur til hvers og eins þeirra á þessum árum?


Skriflegt svar óskast.