Ferill 352. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 352 . mál.


625. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um gjöld einstaklinga utan trúfélaga.

Frá Merði Árnasyni.



    Hver er heildarupphæð gjalda sem einstaklingar utan þjóðkirkju og skráðra trúfélaga greiddu til Háskólasjóðs árin 1988–96 samkvæmt lögum nr. 91/1987, um sóknargjöld o.fl.?
    Hver er tilgangur Háskólasjóðs og hvernig er stjórn sjóðsins skipuð?
    Hver var staða Háskólasjóðs í árslok 1996 og hverjar aðrar tekjur hefur sjóðurinn?
    Hvernig varði Háskólasjóður þessum gjöldum árin 1988–96?


Skriflegt svar óskast.