Ferill 358. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 358 . mál.


632. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um stöðu jafnréttismála innan Háskóla Íslands.

Frá Guðnýju Guðbjörnsdóttur.



    Hve margir nemendur og kennarar eru við hverja deild og hver er áætlaður kennslukostnaður á hvern nemanda í Háskólanum, greint eftir deildum? Hver var heildarfjárveiting til hverrar deildar á síðasta háskólaári:
         
    
    til kennslu,
         
    
    til rannsókna og stjórnunar?
    Hvert er hlutfall kvenna og karla meðal prófessora, dósenta, lektora, stundakennara og stúdenta í Háskóla Íslands:
         
    
    í skólanum í heild,
         
    
    greint eftir deildum?
    Hvert er kynjahlutfall:
         
    
    í háskólaráði,
         
    
    þeirra sem kjörgengir eru við komandi rektorskjör,
         
    
    þeirra sem kosningarrétt hafa við komandi rektorskjör,
         
    
    deildarforseta,
         
    
    í deildarráðum, skipt eftir deildum,
         
    
    æðstu stjórnsýslu Háskólans?
    Hverjar eru fastanefndar háskólaráðs, hverjir sitja í hverri nefnd og hver er formaður? Hvert er hlutfall kvenna og karla meðal nefndarmanna og formanna nefnda?
    Hefur Háskólinn sett sér jafnréttisáætlun? Ef svo er, hver eru markmið hennar og hvernig gengur að ná þeim? Stendur til að koma á fastanefnd um jafnréttismál? Hvað er helst á döfinni varðandi jafnréttismál innan skólans?
    Hvaða farvegur hefur verið fyrir kvartanir um kynferðislega áreitni innan Háskólans á undanförnum árum? Hvað hafa mörg slík mál komið formlega upp á yfirborðið í Háskólanum sl. þrjú ár? Stendur til að taka upp sérstakar starfsreglur um mál er snerta kynferðislega áreitni innan Háskólans eins og tíðkast í háskólum nágrannalandanna?


Skriflegt svar óskast.