Ferill 359. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 359 . mál.


633. Fyrirspurn



til kirkjumálaráðherra um stöðu jafnréttismála innan þjóðkirkjunnar.

Frá Guðnýju Guðbjörnsdóttur.



    Hvaða nefndir hafa verið skipaðar um málefni kirkjunnar sl. þrjú ár og hvernig hafa þær verið skipaðar? Hverjir hafa setið í viðkomandi nefndum og hverjir hafa verið formenn þeirra? Hvert er hlutfall kvenna og karla:
         
    
    í hverri nefnd,
         
    
    meðal formanna nefndanna?
    Hvert er hlutfall kynja:
         
    
    meðal presta þjóðkirkjunnar,
         
    
    aðstoðarpresta,
         
    
    sérþjónustupresta,
         
    
    í prestafélagi Íslands,
         
    
    í stjórn prestafélagsins,
         
    
    á kirkjuþingi,
         
    
    meðal prófasta,
         
    
    sóknarbarna þjóðkirkjunnar,
         
    
    sóknarnefndamanna,
         
    
    formanna sóknarnefnda?
    Hyggst kirkjumálaráðherra beita sér fyrir því að konur fái aðild að kristnihátíðarnefnd? Ef já, þá hvenær? Ef nei, hvers vegna ekki?
    Hefur þjóðkirkjan sett sér jafnréttisáætlun? Ef svo er, hvenær var hún sett og hver eru helstu markmið hennar?
    Hefur þjóðkirkjan komið sér upp skipulögðum farvegi til að takast á við kvartanir um kynferðislega áreitni?
    Hvaða stöðu og stuðnings nýtur kvennakirkjan innan þjóðkirkjunnar?


Skriflegt svar óskast.