Ferill 375. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 375 . mál.


657. Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um húsaleigubætur.

Frá Svanfríði Jónasdóttur.



    Hvað líður endurskoðun laga um húsaleigubætur og er endurskoðunin í anda þeirra hugmynda sem ráðherra hefur lýst, þ.e. að húsaleigubætur verði verkefni sveitarfélaga, það verði skylda allra sveitarfélaga að bjóða upp á húsaleigubætur og að húsaleigubætur gangi „út yfir allt leiguhúsnæði og líka leiguhúsnæði í eigu sveitarfélaganna“?
    Hefur náðst samkomulag við sveitarfélögin um hvaða verkefni ríkið yfirtekur á móti ef húsaleigubætur verða verkefni sveitarfélaganna einna?