Ferill 281. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 281 . mál.


673. Svar



forsætisráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar um þróun kauptaxta.

    Hver hefur verið þróun almennra launataxta, kaupmáttar og verðlags á árunum 1975–96? — Svar óskast sundurliðað eftir árum.
    Eins og fram kemur í eftirfarandi töflu hafa atvinnutekjur á mann 168-faldast í krónum talið á árunum 1975–96. Kaupmáttur þeirra hefur hins vegar aðeins aukist um 41% á sama tíma. Lítil tengsl eru milli þróunar atvinnutekna í krónum talið og kaupmáttar. Þetta sést meðal annars á því að undanfarin þrjú ár hefur kaupmáttur vaxið jafnt og þétt þótt árleg hækkun atvinnutekna í krónum hafi aðeins verið brot af því sem hún var á áttunda og níunda áratugnum. Ástæða þessa er stöðugleikinn sem ríkt hefur í verðlagsmálum undanfarin ár.

Atvinnutekjur

Kaupmáttur

Neysluverðsvísitala


Hækkun frá

Hækkun frá

Hækkun frá


Vísitala

fyrra ári, %

Vísitala

fyrra ári, %

Vísitala

fyrra ári, %



1975          
14,80
32 ,1 80 ,0 -15 ,0 17 ,5 49 ,0
1976          
19,80
33 ,8 82 ,4 3 ,0 23 ,1 32 ,2
1977          
29,50
49 ,0 96 ,2 16 ,8 30 ,1 30 ,5
1978          
44,80
51 ,9 102 ,0 6 ,0 43 ,4 44 ,1
1979          
65,50
46 ,2 101 ,9 -0 ,1 63 ,1 45 ,5
1980          
100,0
52 ,7 100 ,0 -1 ,9 100 ,0 58 ,5
1981          
154,5
54 ,5 102 ,3 2 ,3 150 ,9 50 ,9
1982          
236,4
52 ,9 102 ,9 0 ,6 227 ,8 51 ,0
1983          
367,3
55 ,4 87 ,8 -14 ,7 419 ,8 84 ,3
1984          
469,1
27 ,7 85 ,4 -2 ,8 542 ,3 29 ,2
1985          
667,3
42 ,2 91 ,6 7 ,2 717 ,9 32 ,4
1986          
881,8
32 ,2 100 ,7 10 ,0 870 ,6 21 ,3
1987          
1.256,4
42 ,5 123 ,8 22 ,9 1.034 ,0 18 ,8
1988          
1.538,2
22 ,4 120 ,9 -2 ,3 1.297 ,2 25 ,5
1989          
1.707,3
11 ,0 108 ,9 -10 ,0 1.570 ,6 21 ,1
1990          
1.918,2
12 ,4 104 ,6 -4 ,0 1.803 ,6 14 ,8
1991          
2.098,2
9 ,4 107 ,0 2 ,3 1.926 ,2 6 ,8
1992          
2.147,3
2 ,3 104 ,6 -2 ,2 1.998 ,7 3 ,8
1993          
2.150,9
0 ,2 100 ,2 -4 ,3 2.080 ,8 4 ,1
1994          
2.198,2
2 ,2 100 ,7 0 ,5 2.111 ,9 1 ,5
1995          
2.308,1
5 ,0 103 ,9 3 ,2 2.147 ,8 1 ,7
1996          
2.481,2
7 ,5 112 ,9 5 ,1 2.197 ,2 2 ,3


    Hver var þróun framangreindra hagstærða á fimm ára tímabilum og á tímabilinu í heild?
    Þegar litið er til meðaltala fyrir fimm ára tímabil umrætt árabil fæst annað sjónarhorn á sömu niðurstöðu og hér á undan. Sem dæmi hækka atvinnutekjur á mann að meðaltali um 46,5% á ári á fyrsta tímabilinu og kaupmáttur um 4,6%. Á næsta fimm ára tímabili er vöxtur atvinnutekna svipaður en hins vegar dregst kaupmátturinn saman um 1,7% á ári. Fyrir allt tímabilið, árin 1975–96, eykst kaupmátturinn að meðaltali um 1,4% á ári, atvinnutekjurnar hækka um 27,6% á ári og verðbólgan er að meðaltali 25,9%.

Atvinnutekjur

Kaupmáttur

Neysluverðsvísitala


Hækkun

Hækkun

Hækkun


Vísitala

á ári, %

Vísitala

á ári, %

Vísitala

á ári, %



1975–80      575
,7 46 ,5 25 ,1 4 ,6 472 ,9
41 ,8
1981–85      567
,3 46 ,2 -8 ,4 -1 ,7 617 ,9
48 ,3
1986–90      187
,5 23 ,5 14 ,2 2 ,7 151 ,2
20 ,2
1991–95      29
,4 4 ,4 8 ,0 1 ,3 21 ,8
3 ,3
1975–96      16.664
,8 27 ,6 41 ,2 1 ,4 12.487 ,4
25 ,9